Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 15:27 Stephen Bannon. Vísir/EPA Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Sjá meira