Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2018 15:27 Stephen Bannon. Vísir/EPA Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Stephen Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umdeildan fund sonar forsetans, Donald Trump yngri, tengdasonar hans, Jared Kushner, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafa verið „landráð“. Í tölvupóstum til Trump yngri kom fram að á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega honum upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda Donald Trump. Þær upplýsingar væru liður í aðgerðum stjórnvalda Rússlands til að styðja framboð Trump. Í stað þess að hringja í Alríkislögreglu Bandaríkjanna og tilkynna að erlent ríki væri að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum, svaraði Trump yngri og sagði: „Ég elska það“.Sjá einnig: „Ég elska það“: Trump yngri birtir tölvupóstanaSamkvæmt nýrri bók Michael Wolff sem ber heitið „Fire and Fury: Inside the Trump White House“ sagði Bannon að rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af kosningunum og mögulegu samstarfi framboðs Trump myndi snúast að peningaþvætti. Þá spáði hann því að rannsakendur myndu „brjóta Don yngri eins og egg fyrir allra augum“.Byggir á rúmlega 200 viðtölum Wolff byggir umrædda bók sína á rúmlega 200 viðtölum við Trump, hans helstu ráðgjafa og fólk sem kemur að ríkisstjórn hans. Þar á meðal er Stephen Bannon sem stýrði framboði Trumps undir lok kosningabaráttunnar og var ráðgjafi hans í Hvíta húsinu. Blaðamenn Guardian hafa komið höndum yfir bókina áður en hún kemur út í næstu viku. Þar undrast Bannon á því, skömmu eftir að New York Times sagði frá fundinum í Trump-turni, að Trump yngri, Kushner og Manafort hafi dottið í hug að sækja fundinn. „Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda. Þeir voru ekki með lögmenn,“ sagði Bannon og bætti við: „Jafnvel þó að þeir hafi ekki talið þetta vera landráð og gegn Bandaríkjunum, eða algjör skítur, og ég tel þetta hafa verið allt þetta, þá hefðu þeir átt að hringja í Alríkislögregluna um leið.“ Þar að auki sagði Bannon að fyrst þeir ákváðu að mæta á fundinn hefðu þeir átt að senda lögmenn til að hitta rússneska hópinn á afskekktum stað. Umræddar upplýsingar hefðu svo getað verið opinberaðar af Breitbart, miðli sem Bannon stofnaði og stýrir, eða í öðrum meira virtum fjölmiðli. Fjórir menn sem tengjast framboði Trump hafa verið ákærðir af rannsakendum Mueller. Þar á meðal er Manafort sjálfur, vegna peningaþvotts, og fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, Michael Flynn. Hann hefur játað að hafa logið að starfsmönnum FBI um samskipti sín við sendiherra Rússlands og starfar með rannsakendum.Ekki bara klikkaður Í frétt Guardian segir einnig að Trump sé ekki undanþeginn gagnrýni. Haft er eftir Thomas Barrack yngri, milljónamærings sem þekkt hefur forsetann um langt skeið að Donald Trump sé „ekki bara klikkaður, heldur líka heimskur“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira