Trump segir Bannon hafa misst vitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 19:45 Þeir sjást hér saman Trump og Bannon, sá fyrrnefndi í forgrunni en sá síðarnefndi við enda borðsins. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27