Trump segir Bannon hafa misst vitið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 19:45 Þeir sjást hér saman Trump og Bannon, sá fyrrnefndi í forgrunni en sá síðarnefndi við enda borðsins. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að fyrrverandi ráðgjafi sinn, Steve Bannon, hafi misst vitið þegar hann missti vinnuna í Hvíta húsinu. Með þessum orðum bregst Trump við yfirlýsingum Bannon sem greint var frá fyrr í dag um að umdeildur fundur Donald Trump yngri, sonar Bandaríkjaforseta, og kosningastjóra hans, Paul Manafort, með hópi Rússa í Trump-turni í New York árið 2016 hafi verið „landráð.“ Þetta er haft eftir Bannon í nýrri bók eftir blaðamannin Michael Wolff en á fundinum ætlaði lögfræðingurinn Natalia Veselnitskaya að útvega Trump yngri upplýsingar sem kæmu sér illa fyrir Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður hans. „Steve Bannon kemur hvorki mér né forsetatíð minni við. Þegar hann var rekinn þá missti hann ekki aðeins vinnuna heldur einnig vitið,“ segir Trump í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag og heldur svo áfram: „Steve vann fyrir mig eftir að ég hafði hlotið útnefninguna og þannig unnið sautján aðra frambjóðendur, sem var oft lýst sem þeim hæfileikaríkustu sem sést höfðu í Repúblikanaflokknum. Nú þegar hann er einn síns liðs þá er hann að læra að það er ekki eins auðvelt að vinna og ég lét það líta út fyrir að vera. Steve hafði sáralítið að gera með okkar sögulega sigur sem náðist fyrir tilstilli hinna gleymdu karla og kvenna þessa lands.“ Bannon var einn helsti ráðgjafi Trump áður en hann var tók pokann sinn í ágúst en yfirlýsingu Trump frá því í dag má sjá hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27