Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 13:46 Gummi Ben. Víst er að margir eru afar áhugasamir um að hann lýsi leikjum Íslands á HM í sumar, jafnvel of ákafir ef eitthvað er. Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu. Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 klóraði sér í kollinum í morgun en þá greindi Morgunblaðið frá því að til stæði að hann lýsti leikjum Íslands á HM í sumar. Ríkissjónvarpið mun sýna frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta og Höskuldur Daði Magnússon greinir frá því að undirbúningur íþróttadeildarinnar á RÚV, hvar Hilmar Björnsson ræður ríkjum, gangi vel. Fyrirsögn fréttarinnar er: „Unnið að því að Gummi Ben lýsi leikjum Íslands“. „Ég veit ekkert um það? Ég var að heyra af þessu fyrst í morgun,“ segir téður Gummi Ben í samtali við Vísi um þetta skúbb Moggans. Í fréttinni segir að Guðmundur hafi slegið í gegn með „lýsingum sínum á leikjum Íslands á EM í Frakklandi. Þá fékk Sjónvarp Símans hann að láni frá Stöð 2. Er ekki borðleggjandi að RÚV fái hann að láni hjá núverandi vinnuveitendum, Vodafone?Hilmar Björnsson sagði Mogganum af því að nú væri unnið að því að fá Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM í sumar.Morgunblaðið 4. janúar 2018.„Það mál er í vinnslu og ég get voða lítið tjáð mig um það núna. Þetta skýrist vonandi núna í janúar,“ segir Hilmar Björnsson íþróttastjóri hjá RÚV.“ Sú vinna er þó ekki langt komin ef marka má sjálfan og umræddan Gumma Ben sem kemur af fjöllum. Fyrir um mánuði kom þetta til tals í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í samtali við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann hjá RÚV, sem þangað var mættur til að fara yfir fréttir vikunnar. Einar Örn sagði af undirbúningi íþróttadeildarinnar og var glatt hjá hjalla í hljóðstofu samkvæmt venju. Var hann spurður hvort komið hafi til tals að leigja Gumma Ben en Einar Örn gaf ekki mikið fyrir það, ekki þá: „Er þetta ekki eins og í bikarkeppninni. Hann er búinn að spila með öðru liði,“ sagði Einar Örn. Er helst á honum að skilja að það væri nokkuð sem varla kæmi til greina af sinni hálfu.
Bíó og sjónvarp HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira