„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 11:11 Sigríður Rut Júlíusdóttir (t.v) og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir (t.h.), lögmenn, ásamt skjólstæðingum sínum við aðalmeðferðina í morgun, þeim Jóhannesi Kr. Kristjánssyni (t.v.), blaðamanni, og Jóni Trausta Reynissyni (t.h.), ritstjóra Stundarinnar. vísir/ernir „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi með þessu lögbanni?“ spurði Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavik Media í skýrslutöku í dag við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavik Media. Aðalmeðferð fer fram þessa stundina en dómurinn hefur úrskurðað að ritstjórum Stundarinnar væri ekki skylt að svara spurningum stefnenda, Glitnis HoldCo, um heimildarmenn í tengslum við gögnin. Það er mat Jóhannesar, auk þeirra Jóns Trausta Reynissonar og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, tveggja ritstjóra Stundarinnar að upplýsingar um viðskiptavini úr gögnum Glitnis hafi átt erindi við almenning. Það hafi aldrei verið ætlunin að birta upplýsingar úr gögnunum um hefðbundið fólk úr þjóðfélaginu, heldur einungis upplýsingar er vörðuðu almannahagsmuni eins og það er orðað. Er þar vísað til umfjöllunar miðlanna um Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, og viðskipti hans við bankann nokkrum dögum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Glitnir HoldCo byggði lögbannskröfu sína á ákvæði um bankaleynd í lögum og fór svo að Sýslumaðurinn í Reykjavík staðfesti lögbannið í október síðastliðnum. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði fyrir dómi að upplýsingarnar varði almenning og því vær það eðlilegt að fjallað sé um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið. Lögbannsákvörðunin hafi komið sér afar illa fyrir fjölmiðilinn í aðdraganda þingkosninganna á síðasta ári og séu áhrifin með lögbanninu óafturkræf. Með því hafi almenningur ekki haft aðgengi að þeim upplýsingum sem hann átti rétt á samkvæmt lýðræðislegum gildum og viðmiðum.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirTímapressa á dómþingi í eldhússaðstöðu Stundarinnar Skömmu eftir umfjöllun miðlanna birtust fulltrúar Sýslumanns Reykjavíkur ásamt lögmanni Glitnis HoldCo fyrirvaralaust á skrifstofur Stundarinnar í Austurstræti þar sem farið var fram á að gögnin yrðu afhent. Jón Trausti var einn viðstaddra og sagði hann í skýrslutöku að tímapressan hefði verið áþreifanleg. Hann sagði það hafa legið fyrir að ekki ætti að veita þeim tíma til að undirbúa andmæli við kröfunni og að myndast hafi nokkurs konar dómþing inni í lítilli eldhússaðstöðu Stundarinnar. Forsvarsmenn Stundarinnar hafi þó fengið að hringja í lögmann og komið á framfæri andmælum til sýslumanns. Var þeim tjáð að lögbannskrafan byggði á ákvæði laga um bankaleynd og að hætta væri á því að gögn um þúsundi viðskiptavina Glitnis yrðu birt. Hann sagði það ekki standast skoðun. Hlutverk fjölmiðla væir fyrst og fremst að vinna úr upplýsingum í þágu almennings en birta ekki hvað sem er. Þá sagði hann að fulltrúarnir sem birtust á skrifstofur Stundarinnar hefðu ekki tekið afstöðu með tjáningarfrelsi fjölmiðla.Vísa öll til 25. gr. fjölmiðlalaga Hann segir fjölmiðilinn nú reyna að koma í veg fyrir varanlegan skaða en staða fjölmiðla á Íslandi sé afar viðkvæm. Málkostnaðurinn í umfangsmiklu máli líkt og þessu segi sína sögu. Í skýrslutökunni óskaði lögmaður stefnenda eftir svörum um gögnin, það er að segja hver heimildarmaður fjölmiðlanna væri, hvers konar gögn þetta væru og hvað í þeim fælist. Vísuðu Jón Trausti, Jóhannes og Ingibjörg Dögg öll til 25. greinar fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Úrskurðaði dómurinn svo að ritstjórum bæri ekki skylda að svara spurningum um gögnin eða heimildarmann sinn. 25. grein fjölmiðlalaga hljóðar svo:Starfsmönnum fjölmiðlaveitu sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd er óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafnframt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00 Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23 „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi með þessu lögbanni?“ spurði Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavik Media í skýrslutöku í dag við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavik Media. Aðalmeðferð fer fram þessa stundina en dómurinn hefur úrskurðað að ritstjórum Stundarinnar væri ekki skylt að svara spurningum stefnenda, Glitnis HoldCo, um heimildarmenn í tengslum við gögnin. Það er mat Jóhannesar, auk þeirra Jóns Trausta Reynissonar og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, tveggja ritstjóra Stundarinnar að upplýsingar um viðskiptavini úr gögnum Glitnis hafi átt erindi við almenning. Það hafi aldrei verið ætlunin að birta upplýsingar úr gögnunum um hefðbundið fólk úr þjóðfélaginu, heldur einungis upplýsingar er vörðuðu almannahagsmuni eins og það er orðað. Er þar vísað til umfjöllunar miðlanna um Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, og viðskipti hans við bankann nokkrum dögum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Glitnir HoldCo byggði lögbannskröfu sína á ákvæði um bankaleynd í lögum og fór svo að Sýslumaðurinn í Reykjavík staðfesti lögbannið í október síðastliðnum. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði fyrir dómi að upplýsingarnar varði almenning og því vær það eðlilegt að fjallað sé um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið. Lögbannsákvörðunin hafi komið sér afar illa fyrir fjölmiðilinn í aðdraganda þingkosninganna á síðasta ári og séu áhrifin með lögbanninu óafturkræf. Með því hafi almenningur ekki haft aðgengi að þeim upplýsingum sem hann átti rétt á samkvæmt lýðræðislegum gildum og viðmiðum.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirTímapressa á dómþingi í eldhússaðstöðu Stundarinnar Skömmu eftir umfjöllun miðlanna birtust fulltrúar Sýslumanns Reykjavíkur ásamt lögmanni Glitnis HoldCo fyrirvaralaust á skrifstofur Stundarinnar í Austurstræti þar sem farið var fram á að gögnin yrðu afhent. Jón Trausti var einn viðstaddra og sagði hann í skýrslutöku að tímapressan hefði verið áþreifanleg. Hann sagði það hafa legið fyrir að ekki ætti að veita þeim tíma til að undirbúa andmæli við kröfunni og að myndast hafi nokkurs konar dómþing inni í lítilli eldhússaðstöðu Stundarinnar. Forsvarsmenn Stundarinnar hafi þó fengið að hringja í lögmann og komið á framfæri andmælum til sýslumanns. Var þeim tjáð að lögbannskrafan byggði á ákvæði laga um bankaleynd og að hætta væri á því að gögn um þúsundi viðskiptavina Glitnis yrðu birt. Hann sagði það ekki standast skoðun. Hlutverk fjölmiðla væir fyrst og fremst að vinna úr upplýsingum í þágu almennings en birta ekki hvað sem er. Þá sagði hann að fulltrúarnir sem birtust á skrifstofur Stundarinnar hefðu ekki tekið afstöðu með tjáningarfrelsi fjölmiðla.Vísa öll til 25. gr. fjölmiðlalaga Hann segir fjölmiðilinn nú reyna að koma í veg fyrir varanlegan skaða en staða fjölmiðla á Íslandi sé afar viðkvæm. Málkostnaðurinn í umfangsmiklu máli líkt og þessu segi sína sögu. Í skýrslutökunni óskaði lögmaður stefnenda eftir svörum um gögnin, það er að segja hver heimildarmaður fjölmiðlanna væri, hvers konar gögn þetta væru og hvað í þeim fælist. Vísuðu Jón Trausti, Jóhannes og Ingibjörg Dögg öll til 25. greinar fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Úrskurðaði dómurinn svo að ritstjórum bæri ekki skylda að svara spurningum um gögnin eða heimildarmann sinn. 25. grein fjölmiðlalaga hljóðar svo:Starfsmönnum fjölmiðlaveitu sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd er óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafnframt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00 Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23 „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00
Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05