Ábendingar um að Icelandair hafi ekki að fullu farið eftir verkferlum í verkfalli flugvirkja Gissur Sigurðsson skrifar 5. janúar 2018 14:04 Umtalsverðar tafir mynduðust á Leifsstöð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Vísir/Vilhelm Samgöngustofu hefur borist þrjár ábendingar um að Icelandair hafi ekki farið að fullu að viðurkenndum verkferlum við afgreiðslu flugvéla frá Keflavík í verkfalli flugvirkja í síðasta mánuði.Fréttatablaðið greindi frá því á meðan verkfall flugvirkja stóð yfir að grunur hafi leikið á að verkfallsbrot hafi verið framin og að skoðað yrði hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Samgöngustofa hefur þegar kannað alvarleika þeirra ábendinga sem hún hefir móttekið en sú spurning vaknar hvort þær voru alvarlegs eðlis og varði hugsanlega flugöryggi? „Nei, í fyrsta lagi eru þetta mjög óljósar meldingar sem hafa komið til Samgöngustofu og engar þeirra á neinn hátt tengdar öryggisþáttum sem bregðast þyrfti við. Samgöngustofa fer yfir allar ábendingar sem koma, hvort sem þær eru nafnlausar, varðandi hvaða flugrekanda sem er og eftir atvikum er slíkt bara tekið upp í næstu reglubundinni úttekt á öryggismálum hjá viðkomandi flugrekstaraðila. Þannig að það er ekkert sem komið hefur sem fram sem bendir til þess að eitthvað sé ábótavant við öryggi flugfarþega,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVAAðspurður hvort þær ábendingar sem borist hafa vörðuðu einhvers konar hliðrun á verklagsreglum sagði Þórólfur að Samgöngustofa treystu íslensku flugrekendunum mjög vel. Farþegar þurfi ekki að óttast öryggi sitt. „Innri verklagsreglur flugrekandana eru alltaf besta öryggisvörnin og við treystum flugrekendunum íslensku mjög vel. Þeir hafa tekist mjög vel á við aukinn vöxt í sinni starfsemi. Þeirra eftirlitskerfi eru mjög örugg og sterk. Okkar eftirlit er fyrst og fremst að fara yfir það með flugrekendunum hverjir gætu verið áhættuþættirnir í þeirra rekstri og við treystum flugrekendunum mjög vel sem hafa staðið sig vel í öryggismálum. Íslenskir flugfarþegar þurfa ekki að óttast öryggi sitt í öruggasta flugflota sem að við höfum nokkurn tíma geta sýnt fram á hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur.Verkfall flugvirkja Icelandair hófst 17. desember síðastliðinn en lauk tveimur dögum síðar þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga. Verkfallið hafði mikil áhrif á flugáætlun Icelandair sem þurfti að fresta tugum flugferða vegna verkfallsins. Fréttir af flugi Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Samgöngustofu hefur borist þrjár ábendingar um að Icelandair hafi ekki farið að fullu að viðurkenndum verkferlum við afgreiðslu flugvéla frá Keflavík í verkfalli flugvirkja í síðasta mánuði.Fréttatablaðið greindi frá því á meðan verkfall flugvirkja stóð yfir að grunur hafi leikið á að verkfallsbrot hafi verið framin og að skoðað yrði hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð. Samgöngustofa hefur þegar kannað alvarleika þeirra ábendinga sem hún hefir móttekið en sú spurning vaknar hvort þær voru alvarlegs eðlis og varði hugsanlega flugöryggi? „Nei, í fyrsta lagi eru þetta mjög óljósar meldingar sem hafa komið til Samgöngustofu og engar þeirra á neinn hátt tengdar öryggisþáttum sem bregðast þyrfti við. Samgöngustofa fer yfir allar ábendingar sem koma, hvort sem þær eru nafnlausar, varðandi hvaða flugrekanda sem er og eftir atvikum er slíkt bara tekið upp í næstu reglubundinni úttekt á öryggismálum hjá viðkomandi flugrekstaraðila. Þannig að það er ekkert sem komið hefur sem fram sem bendir til þess að eitthvað sé ábótavant við öryggi flugfarþega,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Þórólfur Árnason, forstjóri SamgöngustofuVísir/GVAAðspurður hvort þær ábendingar sem borist hafa vörðuðu einhvers konar hliðrun á verklagsreglum sagði Þórólfur að Samgöngustofa treystu íslensku flugrekendunum mjög vel. Farþegar þurfi ekki að óttast öryggi sitt. „Innri verklagsreglur flugrekandana eru alltaf besta öryggisvörnin og við treystum flugrekendunum íslensku mjög vel. Þeir hafa tekist mjög vel á við aukinn vöxt í sinni starfsemi. Þeirra eftirlitskerfi eru mjög örugg og sterk. Okkar eftirlit er fyrst og fremst að fara yfir það með flugrekendunum hverjir gætu verið áhættuþættirnir í þeirra rekstri og við treystum flugrekendunum mjög vel sem hafa staðið sig vel í öryggismálum. Íslenskir flugfarþegar þurfa ekki að óttast öryggi sitt í öruggasta flugflota sem að við höfum nokkurn tíma geta sýnt fram á hér á Íslandi,“ sagði Þórólfur.Verkfall flugvirkja Icelandair hófst 17. desember síðastliðinn en lauk tveimur dögum síðar þegar skrifað var undir nýja kjarasamninga. Verkfallið hafði mikil áhrif á flugáætlun Icelandair sem þurfti að fresta tugum flugferða vegna verkfallsins.
Fréttir af flugi Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41 Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51 Verkfalli flugvirkja frestað um fjórar vikur Nýr kjarasamningur undirritaður 19. desember 2017 04:27 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Verkfallið hafði áhrif á ferðir um 20 þúsund flugfarþega Fella þurfti niður 64 flug Icelandair, eða um helming allra fluga flugfélagsins, á meðan á verkfalli flugvirkja félagsins stóð yfir. 19. desember 2017 14:41
Flugvirkjar samþykktu samninginn Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta. 28. desember 2017 12:51
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent