Húðskamma Bandaríkin fyrir að boða til fundar vegna Íran Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2018 23:34 Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðir við Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna í ráðinu, á fundinum í dag. Vísir/afp Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkin fyrir að boða öyggisráðið til fundar vegna mótmælanna í Íran. Fundurinn kom ráðinu í opna skjöldu, að sögn stjórnmálaskýrenda, en skiptar skoðanir eru á afstöðu Bandaríkjanna í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var boðað til fundar í dag til þess að ræða sérstaklega mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran. Áður en fundurinn hófst óskuðu Rússar hins vegar eftir lokuðum fundi í ráðinu en þeir telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran. Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð stjórnvalda í Íran á fundi öryggisráðsins en greint var ítarlega frá því sem fram fór á fundinum á vef fréttastofunnar CNN. „Mannréttindi eru ekki gjöf sem ríkisstjórnir geta útdeilt, þau eru óumdeild réttindi fólksins,“ sagði Hayley. Hún ítrekaði einnig að stjórnvöld í Íran væru nú undir „eftirliti heimsbyggðarinnar“ og að með mótmælunum sýndu stjórnarandstæðingar af sér mikið hugrekki.Sjá einnig: Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Vassily Nebenzia, rússneski starfsbróðir Hayley í öryggisráðinu, gaf lítið fyrir stefnu Bandaríkjanna og húðskammaði þarlend yfirvöld fyrir að fjalla um mótmælin í Íran undir „fölsku yfirskyni.“ Hann sagði að með rökstuðningi Bandaríkjanna hefði á sama hátt verið hægt að boða til fundar í öryggisráðinu um mótmælin í bandaríska bænum Ferguson árið 2014, þar sem ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu eftir að hvítur lögregluþjónn varð svörtum unglingi að bana. Franski sendiherrann, Francois Delattre, sagði mótmælin í Íran ekki alþjóðlega ógn við frið og öryggi í heiminum og taldi ekki vænlegt að hafa uppi umræður um þau í öryggisráðinu. Í vikunni sakaði æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, óvini ríkisins um að standa á bak við mótmælin í landinu en alls hafa nú 22 látist í mótmælunum. Nikki Hayley þvertók fyrir allar ásakanir æðsta klerksins. Þá sökuðu stjórnvöld í Íran Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, jafnframt um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur harðlega gagnrýnt Bandaríkin fyrir að boða öyggisráðið til fundar vegna mótmælanna í Íran. Fundurinn kom ráðinu í opna skjöldu, að sögn stjórnmálaskýrenda, en skiptar skoðanir eru á afstöðu Bandaríkjanna í málinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var boðað til fundar í dag til þess að ræða sérstaklega mótmæli stjórnarandstæðinga í Íran. Áður en fundurinn hófst óskuðu Rússar hins vegar eftir lokuðum fundi í ráðinu en þeir telja að Bandaríkin skipti sér of mikið af innanríkismálum í Íran. Nikki Hayley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð stjórnvalda í Íran á fundi öryggisráðsins en greint var ítarlega frá því sem fram fór á fundinum á vef fréttastofunnar CNN. „Mannréttindi eru ekki gjöf sem ríkisstjórnir geta útdeilt, þau eru óumdeild réttindi fólksins,“ sagði Hayley. Hún ítrekaði einnig að stjórnvöld í Íran væru nú undir „eftirliti heimsbyggðarinnar“ og að með mótmælunum sýndu stjórnarandstæðingar af sér mikið hugrekki.Sjá einnig: Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Vassily Nebenzia, rússneski starfsbróðir Hayley í öryggisráðinu, gaf lítið fyrir stefnu Bandaríkjanna og húðskammaði þarlend yfirvöld fyrir að fjalla um mótmælin í Íran undir „fölsku yfirskyni.“ Hann sagði að með rökstuðningi Bandaríkjanna hefði á sama hátt verið hægt að boða til fundar í öryggisráðinu um mótmælin í bandaríska bænum Ferguson árið 2014, þar sem ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu eftir að hvítur lögregluþjónn varð svörtum unglingi að bana. Franski sendiherrann, Francois Delattre, sagði mótmælin í Íran ekki alþjóðlega ógn við frið og öryggi í heiminum og taldi ekki vænlegt að hafa uppi umræður um þau í öryggisráðinu. Í vikunni sakaði æðsti klerkur Írans, Ayatollah Ali Khamenei, óvini ríkisins um að standa á bak við mótmælin í landinu en alls hafa nú 22 látist í mótmælunum. Nikki Hayley þvertók fyrir allar ásakanir æðsta klerksins. Þá sökuðu stjórnvöld í Íran Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, jafnframt um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22 Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22 Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45 Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11 Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30 Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Írönsk stjórnvöld saka Bandaríkin um afskipti Vitna Íranar meðal annars til fáránlegra tísta frá Bandaríkjaforseta sem hvetji landsmenn til mótmæla. 4. janúar 2018 14:22
Segir ásakanir æðsta klerksins algjört rugl Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir ásakanir Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks Írans, um að óvinir ríkisins standi á bak við mikil mótmæli í landinu algjört rugl. 2. janúar 2018 23:22
Dauðsföll í Íran eftir mótmæli gegn stefnu klerkastjórnarinnar Mótmæli Írana gegn bágum efnahag og atvinnuleysi breyttust skyndilega í mótmæli gegn stjórnvöldum og spillingu í ríkinu. Alda mótmæla hefur breiðst út um landið gjörvallt. Tólf hafa fallið síðustu daga í óeirðunum. 2. janúar 2018 08:45
Tugir þúsunda sýna stjórnvöldum Íran stuðning Tugir þúsunda Írana söfnuðust saman víða um landið í dag til stuðnings yfirvalda þar eftir nokkurra daga mótmæli þar sem minnst 21 hefur dáið. 3. janúar 2018 14:11
Íranir víða um heim sýndu löndum sínum stuðning Fjöldi íranskra flóttamanna víða í um heim mótmælti í dag til að sýna samstöðu með mótmælendum í heimalandinu. 2. janúar 2018 19:30
Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Tíst Donalds Trump um mannskæð mótmæli í Íran þykja óeðlileg afskipti af innanríkismálum. Íransstjórn kvartar til Sameinuðu þjóðanna og sakar jafnframt Ísraela og Sádi-Araba um sams konar hátterni. 5. janúar 2018 07:00