Ekkert gengur hjá Lakers Magnús Ellert Bjarnason skrifar 6. janúar 2018 10:25 Endurkoma Lonzo Ball í nótt dugði Lakers ekki til. Vísir // Getty Images Tíu leikir voru spilaðir í NBA- deildinni í nótt. Vandræði L.A. Lakers héldu áfram þegar að liðið tapaði á heimavelli gegn Charlotte Hornets, 108-94. Var þetta níundi tapleikur Lakers í röð sem situr á botni vesturdeildar NBA með aðeins 11 unna leiki af 38 spiluðum. Stuðningsmenn Lakers púuðu á liðið þegar það gekk af velli og hafa þeir greinilega fengið nóg af spilamennsku liðsins á tímabilinu. Þeir gátu hins vegar fagnað endurkomu Lonzo Ball, sem spilaði nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið síðan 23. desember. Hafði hann fyrir leikinn í nótt misst af sex leikjum vegna axlarmeiðsla. Hornets hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, þar á meðal unnu þeir óvæntan sigur á meisturum Golden State Warriors fyrr í vikunni. Efsta lið austurdeildar, Boston Celtics, vann torsóttan sigur á heimavelli gegn Minnesota Timberwolves, 91-84. Lið Celtics hitti aðeins úr 38 af 94 skotum sínum í nótt, þar af úr 6 af 36 þriggja stiga skotum. Það kom hins vegar ekki að sök og skóp frábær varnarleikur þeirra sigurinn. Marcus Smart kom af bekknum og var stigahæstur í liði Celtics með 18 stig. Miðherjinn stæðilegi, Karl-Anthony Towns fór hins vegar fyrir gestunum frá Minnesota, skoraði 25 stig og tók 23 fráköst sem er persónulegt met hjá honum.Öll úrslit: L.A. Lakers - Charlotte Hornets: 94-108 Boston Celtics - Minnesota Timbervolwes: 91-84 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons: 114-78 Miami Heat - New York Knicks: 107-103 (Framlengdur leikur) Milwaukee Bucks - Toronto Raptors: 110-129 Dallas Mavericks - Chicago Bulls: 124-127 San Antonio Spurs - Phoenix Suns: 103-89 Denver Nuggets - Utah Jazz: 99-91 Memphis Grizzlies - Washington Wizards: 100-102 Portland Trailblaizers - Atlanta Hawks: 110-89 NBA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Tíu leikir voru spilaðir í NBA- deildinni í nótt. Vandræði L.A. Lakers héldu áfram þegar að liðið tapaði á heimavelli gegn Charlotte Hornets, 108-94. Var þetta níundi tapleikur Lakers í röð sem situr á botni vesturdeildar NBA með aðeins 11 unna leiki af 38 spiluðum. Stuðningsmenn Lakers púuðu á liðið þegar það gekk af velli og hafa þeir greinilega fengið nóg af spilamennsku liðsins á tímabilinu. Þeir gátu hins vegar fagnað endurkomu Lonzo Ball, sem spilaði nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum fyrir liðið síðan 23. desember. Hafði hann fyrir leikinn í nótt misst af sex leikjum vegna axlarmeiðsla. Hornets hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, þar á meðal unnu þeir óvæntan sigur á meisturum Golden State Warriors fyrr í vikunni. Efsta lið austurdeildar, Boston Celtics, vann torsóttan sigur á heimavelli gegn Minnesota Timberwolves, 91-84. Lið Celtics hitti aðeins úr 38 af 94 skotum sínum í nótt, þar af úr 6 af 36 þriggja stiga skotum. Það kom hins vegar ekki að sök og skóp frábær varnarleikur þeirra sigurinn. Marcus Smart kom af bekknum og var stigahæstur í liði Celtics með 18 stig. Miðherjinn stæðilegi, Karl-Anthony Towns fór hins vegar fyrir gestunum frá Minnesota, skoraði 25 stig og tók 23 fráköst sem er persónulegt met hjá honum.Öll úrslit: L.A. Lakers - Charlotte Hornets: 94-108 Boston Celtics - Minnesota Timbervolwes: 91-84 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons: 114-78 Miami Heat - New York Knicks: 107-103 (Framlengdur leikur) Milwaukee Bucks - Toronto Raptors: 110-129 Dallas Mavericks - Chicago Bulls: 124-127 San Antonio Spurs - Phoenix Suns: 103-89 Denver Nuggets - Utah Jazz: 99-91 Memphis Grizzlies - Washington Wizards: 100-102 Portland Trailblaizers - Atlanta Hawks: 110-89
NBA Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira