Nígerísk yfirvöld segjast ætla að fljúga Nígeríumönnum í Líbíu aftur heim Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 6. janúar 2018 21:27 Utanríkisráðherra Nígeríu, Geoffrey Onyema tekur í hönd Nígeríuforseta. Yfirvöld í Nígeríu hyggjast koma á skipulögðum flugferðum til þess að ferja þúsundir nígerískra ríkisborgara frá Líbíu heim til Nígeríu. Reuters segir frá. Flugferðunum verður haldið áfram þar til allir Nígeríumenn á líbískri grundu hafa snúið heim, að frátöldum þeim sem vilja heldur dveljast áfram í Líbíu. Mikið af Nígeríumönnum fara til Líbíu í því skyni að halda áfram sjóleiðina til Ítalíu. Í júlí á síðasta ári herti landhelgisgæslan þar í landi aðgerðir sínar og hóf í aukum mæli að hindra för fólks sem hugðist flýja yfir hafið. Í kjölfarið urðu þúsundir Nígeríumanna strandarglópar í Líbíu og er talið að hluti þeirra hljóti þar ómannúðlega meðferð, á borð við misþyrmingar og nauðungarvinnu.Sjá einnig: Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Alþjóðleg samtök um fólksflutninga (IMO) hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að koma á laggirnar verkefni sem á að stuðla að því að koma fólki frá ýmsum löndum, sem á það sameiginlegt að vera strandarglópar fjarri heimahögunum, heim á ný. „Helsta takmarkið, sem við einblínum mjög svo á, er að koma þessum nígerísku ríkisborgurum heim eins fljótt og auðið er,“ sagði Geoffrey Onyema utanríkisráðherra Nígeríu á blaðamannafundi í Trípólí. Á blaðamannafundinum sagðist Onyema vonast til þess að geta flutt 5500 Nígeríumenn aftur heim en þó væri ýmislegt sem stæði því í vegi. Til að mynda teldi hann að aðgengi margra Nígeríumanna að flugferðunum væri ekki endilega gott. Þá nefndi hann einnig að glæpagengi sem bendluð eru við smygl á fólki og mansal hefðu hagsmuni af því að halda Nígeríumönnum í Líbíu. Flóttamenn Tengdar fréttir Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19 Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Yfirvöld í Nígeríu hyggjast koma á skipulögðum flugferðum til þess að ferja þúsundir nígerískra ríkisborgara frá Líbíu heim til Nígeríu. Reuters segir frá. Flugferðunum verður haldið áfram þar til allir Nígeríumenn á líbískri grundu hafa snúið heim, að frátöldum þeim sem vilja heldur dveljast áfram í Líbíu. Mikið af Nígeríumönnum fara til Líbíu í því skyni að halda áfram sjóleiðina til Ítalíu. Í júlí á síðasta ári herti landhelgisgæslan þar í landi aðgerðir sínar og hóf í aukum mæli að hindra för fólks sem hugðist flýja yfir hafið. Í kjölfarið urðu þúsundir Nígeríumanna strandarglópar í Líbíu og er talið að hluti þeirra hljóti þar ómannúðlega meðferð, á borð við misþyrmingar og nauðungarvinnu.Sjá einnig: Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Alþjóðleg samtök um fólksflutninga (IMO) hafa á undanförnum mánuðum unnið að því að koma á laggirnar verkefni sem á að stuðla að því að koma fólki frá ýmsum löndum, sem á það sameiginlegt að vera strandarglópar fjarri heimahögunum, heim á ný. „Helsta takmarkið, sem við einblínum mjög svo á, er að koma þessum nígerísku ríkisborgurum heim eins fljótt og auðið er,“ sagði Geoffrey Onyema utanríkisráðherra Nígeríu á blaðamannafundi í Trípólí. Á blaðamannafundinum sagðist Onyema vonast til þess að geta flutt 5500 Nígeríumenn aftur heim en þó væri ýmislegt sem stæði því í vegi. Til að mynda teldi hann að aðgengi margra Nígeríumanna að flugferðunum væri ekki endilega gott. Þá nefndi hann einnig að glæpagengi sem bendluð eru við smygl á fólki og mansal hefðu hagsmuni af því að halda Nígeríumönnum í Líbíu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19 Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Átta flóttamenn drukknuðu við strendur Líbýu Ítölsku landhelgisgæslunni tókst að bjarga 84 úr hremmingunum. 6. janúar 2018 17:19
Flóttamenn seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu Fréttainnslag CNN, sem sýnir hvernig flóttamenn eru seldir í þrældóm á uppboði í Líbíu, hefur vakið mikla reiði og leitt til mótmæla í París á síðustu dögum. 27. nóvember 2017 14:38