Segir hóp um traust á stjórnmálum skref í rétta átt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 12:01 Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016. Vísir/Stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp til að skila tillögum um úrlausnir til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þingmaður Pírata fagnar skrefinu en telur stjórnmálamenn geta gert ýmislegt nú strax til að bæta traust almennings í garð stjórnmálastéttarinnar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Einn þáttur í því sé að yfirfara reglur um hagsmunaskráningu bæði ráðherra og þingmanna með hliðsjón af ábendingum og alþjóðlegum viðmiðum. Annar þáttur er breytingar á lögum sem varða vernd uppljóstrara og umbætur í umhverfi stjórnsýslu og viðskipta. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður hópsins og er honum ætlað að skila tillögum til forsætisráðherra í september á þessu ári.Fagnar skipun nefndarinnar Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fagnar því að taka eigi skref til að auka tiltrú á stjórnmálunum. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur verið gagnvart stjórnmálum í mjög langan tíma. Það hefur alveg vantað og mér finnst þessi nefnd vera ágætt skref í rétta átt. Það eru nokkur augljós skref sem væri hægt að taka sem þyrfti ekki að fá þennan hóp til að fjalla um. Það eru spurningar sem varða pólitíska ábyrgð sem hafa ekki fest sig í sessi í okkar stjórnmálamenningu,“ segir Smári.Nýjungar sem hafa bætt menninguna Hann segir nokkrar nýjungar í þingstörfunum strax hafa bætt stjórnmálamenninguna, til dæmis að stjórnarandstöðunni sé treyst fyrir fleiri nefndarformennskum nú en áður. „Og ef að flokkar yrðu eins meira til búnir til að ræða saman um öðruvísi nálganir og jafnvel að fólk fylgi sinni sannfæringu óháð flokkspólitík í fleiri málum þá myndi það gera margt til að bæta. Ég er til dæmis mjög ánægður með það að við skulum vera með einhverja skiptingu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á nefndarformennsku núna. Ég held að það sé strax að bæta andrúmsloftið að einhverju leyti,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Alþingi Tengdar fréttir Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Starfshópur um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað starfshóp um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. 5. janúar 2018 14:08