Heimsmetið féll en annars fátt jákvætt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2018 06:00 Guðjón Valur hefur skorað 1.798 mörk fyrir íslenska landsliðið síðan hann byrjaði að spila með því síðla árs 1999. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt. EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson skráði sig á spjöld handboltasögunnar þegar hann skoraði úr vítakasti fram hjá Andreas Wolff á 47. mínútu í vináttulandsleik Þýskalands og Íslands í Neu-Ulm í gær. Þetta var 1.798 mark Guðjóns Vals fyrir íslenska landsliðið. Hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður handboltasögunnar. Ungverjinn Péter Kovács hafði átt metið frá árinu 1995.Ívar Benediktsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, tók þessar upplýsingar saman fyrir tæpu ári. „Þetta er einstakt, það er alveg ljóst. Það er ekki slæmt að þetta heimsmet sé í okkar herbúðum. Hann er einstaklega vel að þessu kominn, frábær íþróttamaður og fyrirmynd,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Markametið var hér um bil það eina jákvæða við leikinn í gær sem Þýskaland vann 30-21. Aron Pálmarsson gat ekki leikið með vegna bakmeiðsla og fjarvera hans auðveldaði þýsku vörninni lífið. Þjóðverjarnir lágu aftarlega, lokuðu á línuspil Íslendinga og létu reyna á skytturnar. Ólafur Guðmundsson reyndi hvað hann gat og skoraði sex mörk en Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu erfitt uppdráttar gegn gríðarlega öflugri vörn Evrópumeistaranna. Ísland tapaði einnig fyrir Þýskalandi á föstudaginn, 36-29. Þótt tapið í gær hafi verið stærra sá Geir framfarir á leik liðsins, allavega hvað viðhorf og baráttu varðar. „Þetta var erfið brekka á móti gríðarlega öflugu liði. Mér fannst vera meira blóð á tönnunum hjá mönnum og við sýndum okkar rétta andlit hvað það varðar allan leikinn. Menn lögðu sig fram og börðust,“ sagði Geir sem kvaðst ánægðari með íslensku vörnina í leiknum í gær heldur en á föstudaginn. „Þótt við höfum fengið á okkur 30 mörk var allt annað að sjá varnarleikinn. Við tökum það jákvæða út.“ Íslenska liðið dvelur áfram í Þýskalandi fram á miðvikudag þegar það heldur til Split í Króatíu. Íslendingar þurfa að nýta tímann fram að fyrsta leik gegn Svíum á föstudaginn vel ef ekki á illa að fara. Miðað við frammistöðuna í leikjunum gegn Þýskalandi er hætt við að stoppið í Króatíu gæti orðið stutt.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira