Skrúðganga til heiðurs lélegasta liðs NFL-deildarinnar | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. janúar 2018 12:00 Það hlæja allir að Cleveland Browns. vísir/getty Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“ NFL Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Stuðningsmenn NFL-liðsins Cleveland Browns eru afar uppátækjasamir og leggja ekki árar í bát þó liðið þeirra sé ömurlegt. Enn eitt árið gat Browns ekkert í NFL-deildinni og tókst að tapa öllum sextán leikjum sínum í deildinni í vetur. Sá árangur kallaði á einhvers konar viðbrögð. Sigurlið fá skrúðgöngur og stuðningsmenn Browns ákváðu að halda sína eigin skrúðgöngu til þess að „fagna“ ömurlegu gengi sinna manna. Í stað flottrar rútu var kominn ruslabíll og fólk ældi í klósett svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur þúsund manns tóku þátt í göngunni eða horfðu á hana en hún gekk út á að gera grín að liðinu. Farinn var hringur í kringum völl liðsins sem myndaði eitt risastórt núll. Það fór fyrir brjóstið á sumum leikmönnum liðsins sem brjáluðust af reiði. Stærsta íþróttastjarnan borgarinnar, LeBron James, sagði að þetta væri hlægilegt. „Ég verð að viðurkenna að ég hafði aðeins gaman af þessu. Þetta var samt slíkur viðburður að maður trúði því varla að þetta væri að gerast,“ sagði LeBron sem skildi þó ekkert í reiði leikmanna Browns. „Ég væri reiður að hafa tapað öllum þessum leikjum en hvernig er hægt að vera reiður út í stuðningsmennina? Þetta er fáranlegt en það er leikmannanna að laga þetta ástand. Þetta væri verra ef áhorfendur myndu ekki mæta fyrr en þeir hafa unnið tvo leiki í röð.“
NFL Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira