Tæplega fimm tonna gámur fauk um eins og pappaspjald Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2018 11:19 Vindmælir sem Samskip eru með á Vogabakka sló upp í 36 metra á sekúndu í morgun. Og þá lokuðu þeir og forðuðu sér í skjól. visir/andri marinó Bergvin Magnús Þórðarson, öryggisstjóri hjá Samskipum, segir að þeir hafi þurft að loka starfseminni í morgun, í gámahlutanum á Vogabakka. „Við gerum það ef vindur fer yfir 30 metra, þá förum við að horfa í kringum okkur. Hér erum við með vindmæli á bryggjunni á Vogabakka, sem við rekum sjálfir. Hann fór í 36 metra klukkan 7:20 og var ekki kominn niður fyrir ásættanleg mörk fyrr en klukkan 10:30. Og þá opnuðum við aftur,“ segir Bergvin. En, veður er nú að ganga niður.Bergvin segir að fjögurra og hálfs tonna gámur hafi fokið um eins og pappaspjald. En, nú er veður að ganga niður.Bergvin lýsir þessu svo fyrir blaðamanni Vísis að þá séu allir lyftarar settir í sérstaka stöðu, eins og þeir séu að taka efsta gáminn í stæðunni og svo er drepið og farið inn. Mannskapurinn sendur inn í skjól. Þannig halda lyftararnir við stakkinn þannig að hann getur ekki hrunið. „Hver stakkur getur verið með hundrað gáma og við höfum verið að horfa á gám sem er fjögur og hálft tonn fjúka um eins og pappír. Þannig að við tökum enga sénsa. Öryggið er númer eitt. Leggjum mikla áherslu á það, að mannskapur sé öruggur.“ Bergvin, sem hefur starfað hjá Samskipum í 30 ár, „nýbyrjaður,“ eins og hann segir, hefur séð það verra. En þetta hafi verið slæmt. „Við höfum verið með veður sem sló uppí 48 metra. Það var hvellur.“ Þetta var fyrir tæpum áratug. Nú bíður Bergvin, sem og aðrir landsmenn eftir næsta veðurham sem verður líkast til á fimmtudaginn, samkvæmt spám. Veður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Bergvin Magnús Þórðarson, öryggisstjóri hjá Samskipum, segir að þeir hafi þurft að loka starfseminni í morgun, í gámahlutanum á Vogabakka. „Við gerum það ef vindur fer yfir 30 metra, þá förum við að horfa í kringum okkur. Hér erum við með vindmæli á bryggjunni á Vogabakka, sem við rekum sjálfir. Hann fór í 36 metra klukkan 7:20 og var ekki kominn niður fyrir ásættanleg mörk fyrr en klukkan 10:30. Og þá opnuðum við aftur,“ segir Bergvin. En, veður er nú að ganga niður.Bergvin segir að fjögurra og hálfs tonna gámur hafi fokið um eins og pappaspjald. En, nú er veður að ganga niður.Bergvin lýsir þessu svo fyrir blaðamanni Vísis að þá séu allir lyftarar settir í sérstaka stöðu, eins og þeir séu að taka efsta gáminn í stæðunni og svo er drepið og farið inn. Mannskapurinn sendur inn í skjól. Þannig halda lyftararnir við stakkinn þannig að hann getur ekki hrunið. „Hver stakkur getur verið með hundrað gáma og við höfum verið að horfa á gám sem er fjögur og hálft tonn fjúka um eins og pappír. Þannig að við tökum enga sénsa. Öryggið er númer eitt. Leggjum mikla áherslu á það, að mannskapur sé öruggur.“ Bergvin, sem hefur starfað hjá Samskipum í 30 ár, „nýbyrjaður,“ eins og hann segir, hefur séð það verra. En þetta hafi verið slæmt. „Við höfum verið með veður sem sló uppí 48 metra. Það var hvellur.“ Þetta var fyrir tæpum áratug. Nú bíður Bergvin, sem og aðrir landsmenn eftir næsta veðurham sem verður líkast til á fimmtudaginn, samkvæmt spám.
Veður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira