Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2018 14:30 Gert er ráð fyrir að hverfið muni líta nokkurn veginn svona út. Mynd/Arkís, Verkís og Landslag Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. Fyrirhugað deiliskipulag er fyrsti áfanginn í uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600. Svæðinu er skipt upp í nokkra hluta og verður deiliskipulag unnið fyrir hvern hluta fyrir sig. Það svæði sem hér er fjallað um er við mynni Grafarvogs og austan við ósa Elliðaáa. Stærstu hluti svæðisins er nú athafnasvæði Björgunar en árið 2016 undirrituðu borgaryfirvöld og Björgun ehf. samning þess efnis að fyrirtækið verði með starfsemi á svæðinu til loka maí 2019.Svæðið sem mun nýtast undir hið nýja BryggjuhverfiMeginuppbygging Bryggjuhverfisins mun því vera á lóð Björgunar og gert er ráð fyrir að flest mannvirki á svæðinu víki samhliða uppbyggingu. Þó er gert ráð fyrir að steinsteyptir birgðageymar eða síló sem standa við Sævarhöfða 31 og tengdar byggingar geti staðið áfram og fengið ný hlutverk tengt atvinnu- eða menningarstarfsemi.Hverfið mun tengjast því Bryggjuhverfi sem fyrir er í Grafarvogi en í deiliskipulagstillögunni er tekið fram að það hverfi hafi liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar sem það sé einangrað frá nágrannahverfum. Með hinu nýja Bryggjuhverfi sem og frekari uppbyggingu hins nýja hverfis standa vonir til að hægt verði að tengja eldra Bryggjuhverfið við hið nýja.Svona er hið nýja Elliðaárvogs/Ártúnshöfðahverfið hugsað. Svæðið sem hér er fjallað um er afmarkað með bláum línum.Mynd/Arkís,Verkís og LandslagÞá er gert ráð fyrir að svonefnt Bryggjutorg verði helsti samkomustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu,skóla og íbúðarhúsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Í tillögunni er einnig lögð áhersla á það að almenningur eigi aðgengi að sjónum þar sem möguleiki verði á að fara í manngerða fjöru auk þess sem að gert er ráð fyrir þrepstöllum við síki til að setjast á auk þess sem þar gefst kostur á að upplifa sjávarföll og flæði yfirborðsvatns út í sjó, en síkin stallast niður frá Bryggjutorgi í átt að sjó. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki innan tíu ára frá gildistöku deiliskipulagsins sem er nú í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta sent inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna en upplýsingar um hvernig megi gera það má nálgast hér auk þess sem þar er hægt að kynna sér tillöguna sjálfa.Loftmynd af athafnasvæði Björgunar. Fyrirhugaðar lóðir á svæðinu eru afmarkarkað með rauðu. Skipulag Tengdar fréttir Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16 Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. Fyrirhugað deiliskipulag er fyrsti áfanginn í uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600. Svæðinu er skipt upp í nokkra hluta og verður deiliskipulag unnið fyrir hvern hluta fyrir sig. Það svæði sem hér er fjallað um er við mynni Grafarvogs og austan við ósa Elliðaáa. Stærstu hluti svæðisins er nú athafnasvæði Björgunar en árið 2016 undirrituðu borgaryfirvöld og Björgun ehf. samning þess efnis að fyrirtækið verði með starfsemi á svæðinu til loka maí 2019.Svæðið sem mun nýtast undir hið nýja BryggjuhverfiMeginuppbygging Bryggjuhverfisins mun því vera á lóð Björgunar og gert er ráð fyrir að flest mannvirki á svæðinu víki samhliða uppbyggingu. Þó er gert ráð fyrir að steinsteyptir birgðageymar eða síló sem standa við Sævarhöfða 31 og tengdar byggingar geti staðið áfram og fengið ný hlutverk tengt atvinnu- eða menningarstarfsemi.Hverfið mun tengjast því Bryggjuhverfi sem fyrir er í Grafarvogi en í deiliskipulagstillögunni er tekið fram að það hverfi hafi liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar sem það sé einangrað frá nágrannahverfum. Með hinu nýja Bryggjuhverfi sem og frekari uppbyggingu hins nýja hverfis standa vonir til að hægt verði að tengja eldra Bryggjuhverfið við hið nýja.Svona er hið nýja Elliðaárvogs/Ártúnshöfðahverfið hugsað. Svæðið sem hér er fjallað um er afmarkað með bláum línum.Mynd/Arkís,Verkís og LandslagÞá er gert ráð fyrir að svonefnt Bryggjutorg verði helsti samkomustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu,skóla og íbúðarhúsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Í tillögunni er einnig lögð áhersla á það að almenningur eigi aðgengi að sjónum þar sem möguleiki verði á að fara í manngerða fjöru auk þess sem að gert er ráð fyrir þrepstöllum við síki til að setjast á auk þess sem þar gefst kostur á að upplifa sjávarföll og flæði yfirborðsvatns út í sjó, en síkin stallast niður frá Bryggjutorgi í átt að sjó. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki innan tíu ára frá gildistöku deiliskipulagsins sem er nú í kynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta sent inn ábendingar og athugasemdir við tillöguna en upplýsingar um hvernig megi gera það má nálgast hér auk þess sem þar er hægt að kynna sér tillöguna sjálfa.Loftmynd af athafnasvæði Björgunar. Fyrirhugaðar lóðir á svæðinu eru afmarkarkað með rauðu.
Skipulag Tengdar fréttir Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16 Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. 23. júní 2015 10:16
Nýtt hverfi rís á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfi við Elliðaárvog og á Ártúnshöfða verður að fullu endurgert en fjöldi íbúða gæti orðið á bilinu 5.100 til 5.600. 21. febrúar 2017 13:50
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00