„Ég ræð ekkert við þetta“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. janúar 2018 19:30 Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Einn maður liggur á gjörgæsludeild eftir eldsvoða í fjölbýlishúsi í Grafarvogi í nótt en áður en hann missti meðvitund vakti hann nágranna sem slökkvilið bjargaði. Á sama tíma og eldurinn logaði kviknaði í húsi fimm manna fjölskyldu í Mosfellsbæ sem rétt náði að flýja út um svefnherbergisglugga. Fyrri eldsvoðinn kom upp í íbúð á fjórðu hæð fjölbýlishúss við Bláhamra í Grafarvogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Þar bjó einn maður sem fór fram til að vekja nágranna þegar eldurinn kom upp. „Það var bankað á dyrnar og kallað: „hjálp, hjálp, ég ræð ekkert við þetta" og ég fer fram og opnaði hurðina en þá kemur bara þykkur svartur reykur á móti mér. Svo ég bara loka strax," segir Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu. Svanhvít forðaði sér út á svalir, hringdi á slökkvilið og lét vita af nágrönnum sínum. Við komuna sendi slökkvilið tvö gengi inn í húsið. „Fyrra gengið fann mjög fljótlega þann sem bjó í íbúðinni sem eldurinn kom upp í og reykkafaragengi númer tvö fór strax að slökkva eldinn og síðan var hægt að aðstoða aðra íbúa hússins," segir Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Svanhvít Brynja Tómasdóttir, íbúi í húsinu.Sjö fluttir á sjúkrahús Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Svanhvít beið úti á svölum, berfætt og í náttfötum, í um hálftíma. Hún segist hafa verið í miklu áfalli. „Ég heyrði það bara á vídjói sem ég tók úti á svölum í nótt hvað ég var skelfingu lostin en áttaði mig eiginlega ekkert á því þá. Ég heyrði það bara þegar ég hlustaði á það áðan hvað ég er rosalega hrædd," segir Svanhvít. Sjö íbúar hússins voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun en sex þeirra voru fljótlega útskrifaðir. Maðurinn sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp liggur enn á gjörgæslu. Stuttu eftir að slökkvilið hóf störf í Grafarvogi kom annað útkall vegna eldsvoða í íbúðarhúsi í Mosfellsbæ og kalla þurfti út aukavaktir slökkviliðs til að ráða við bæði verkefnin. Íbúðarhúsið var alelda þegar slökkvilið bar að og er það rústir einar eftir brunann. Fimm manna fjölskylda bjó í húsinu og þurftu þau að brjóta sér leið út í gegnum svefnherbergisgluggann. Eldsupptök í hvorugum brunanum eru ljós. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins í Mosfellsbæ vegna óveðurs. „Fólkið var aðeins skrámað og skorið eftir að hafa farið í gegnum brotinn glugga en var ekki með reykeitrun. Þetta voru tvö börn og þrír fullorðnir og það má bara þakka fyrir að þau hafi komist út," segir Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Tengdar fréttir Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34 Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. 9. janúar 2018 14:34
Húsráðandi íbúðarinnar sem kviknaði í enn á gjörgæslu Stór hluti þeirra tólf sem voru fluttir á sjúkrahús vegna tveggja eldsvoða hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 16:12
Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48