Sagði Alríkislögregluna eiga uppljóstra í röðum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2018 19:31 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Glenn R. Simpson, stofnandi fyrirtækisins Fusion GPS, segir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa haft uppljóstrara í framboði Donald Trump, forseta. Sá uppljóstrari hafi veitt starfsmönnum FBI upplýsingar um framboðið. Þetta kom fram þegar Simpson ræddi við þingmenn í haust vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það voru starfsmenn Fusion GPS sem bjuggu til umdeilda skýrslu um tengsl Trump í Rússlandi.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar tók þá ákvörðun að birta afrit af samtali þingmanna við Simpson eftir að hann hafði sjálfur kallað eftir því. Simpson ræddi við þingmennina í tíu klukkustundir í ágúst og síðan þá hefur hann sagt að Repúblikanar hafi lekið misvísandi hlutum af samtalinu í pólitískum tilgangi.Birti afritið til að svara dylgjum og rangfærslumDianna Feinstein, sem birti afritið, segir að dylgjurnar og rangfærslur sem hafi verið á kreiki varðandi svör Simpson séu liður í áætlun Repúblikana að grafa undan rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.„Eina leiðin til að gera allt ljóst er að opinbera afritið,“ sagði Feinstein. Sjá má afritið, sem birt var í kvöld, í heild sinni hér.Christopher Steele, starfsmaður Fusion GPS og fyrrverandi njósnari í Bretlandi, safnaði gögnunum sem mynduðu skýrsluna umdeildu. Áðurnefnd þingnefnd hefur stefnt Steele og boðað hann á fund.Upplýsingum bar saman Í byrjun ársins 2016 var Fusion GPS ráðið af andstæðingum Trump til þess að safna upplýsingum um hann. Eftir að í ljós kom að hann myndi hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins réð lögmaður Hillary Clinton fyrirtækið til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Steele, sem starfaði sem njósnari í Rússlandi, var ráðinn af fyrirtækinu til að kanna tengsl og umsvif Trump þar í landi. Steele leitaði til FBI í júlí sama ár og sagðist hafa áhyggjur af sambandi Trump og yfirvalda Rússlands. Simpson sagði þingmönnum að starfsmenn FBI hefðu gert Steele ljóst að þeir trúðu hluta þess sem fram kom í skýrslunni.„Ég skildi það sem svo að þeir Trúðu Chris á þeim tímapunkti,“ sagði Simpson. „Þeir töldu Chris trúverðugan þar sem þeir hefðu þegar fundið upplýsingar um sömu hluti og hluti þeirra upplýsinga komu frá uppljóstrara innan framboðs Trump.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Glenn R. Simpson, stofnandi fyrirtækisins Fusion GPS, segir Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa haft uppljóstrara í framboði Donald Trump, forseta. Sá uppljóstrari hafi veitt starfsmönnum FBI upplýsingar um framboðið. Þetta kom fram þegar Simpson ræddi við þingmenn í haust vegna rannsóknar þeirra á afskiptum Rússlands af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Það voru starfsmenn Fusion GPS sem bjuggu til umdeilda skýrslu um tengsl Trump í Rússlandi.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“Æðsti þingmaður Demókrataflokksins í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar tók þá ákvörðun að birta afrit af samtali þingmanna við Simpson eftir að hann hafði sjálfur kallað eftir því. Simpson ræddi við þingmennina í tíu klukkustundir í ágúst og síðan þá hefur hann sagt að Repúblikanar hafi lekið misvísandi hlutum af samtalinu í pólitískum tilgangi.Birti afritið til að svara dylgjum og rangfærslumDianna Feinstein, sem birti afritið, segir að dylgjurnar og rangfærslur sem hafi verið á kreiki varðandi svör Simpson séu liður í áætlun Repúblikana að grafa undan rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á mögulegu samstarfi framboðs Trump með Rússum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.„Eina leiðin til að gera allt ljóst er að opinbera afritið,“ sagði Feinstein. Sjá má afritið, sem birt var í kvöld, í heild sinni hér.Christopher Steele, starfsmaður Fusion GPS og fyrrverandi njósnari í Bretlandi, safnaði gögnunum sem mynduðu skýrsluna umdeildu. Áðurnefnd þingnefnd hefur stefnt Steele og boðað hann á fund.Upplýsingum bar saman Í byrjun ársins 2016 var Fusion GPS ráðið af andstæðingum Trump til þess að safna upplýsingum um hann. Eftir að í ljós kom að hann myndi hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins réð lögmaður Hillary Clinton fyrirtækið til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Steele, sem starfaði sem njósnari í Rússlandi, var ráðinn af fyrirtækinu til að kanna tengsl og umsvif Trump þar í landi. Steele leitaði til FBI í júlí sama ár og sagðist hafa áhyggjur af sambandi Trump og yfirvalda Rússlands. Simpson sagði þingmönnum að starfsmenn FBI hefðu gert Steele ljóst að þeir trúðu hluta þess sem fram kom í skýrslunni.„Ég skildi það sem svo að þeir Trúðu Chris á þeim tímapunkti,“ sagði Simpson. „Þeir töldu Chris trúverðugan þar sem þeir hefðu þegar fundið upplýsingar um sömu hluti og hluti þeirra upplýsinga komu frá uppljóstrara innan framboðs Trump.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira