Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2017 06:00 Sigríður Á. Andersen kveðst standa með ákvörðun sinni og er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. vísir/ernir „Niðurstaðan er fengin, hún er skýr og afdráttarlaus. Dómsmálaráðherra braut gegn lögum,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, umsækjandi um dómarastöðu í Landsrétti. Hæstiréttur dæmdi honum og Ástráði Haraldssyni hvorum 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að sniðganga þá við skipan dómara. Hæstiréttur telur málsmeðferð ráðherra hafa brotið gegn 10. grein stjórnsýslulaga. Jóhannes og Ástráður voru meðal 33 umsækjanda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta. Ráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á lista nefndarinnar og sniðgekk þannig meðal annarra Jóhannes og Ástráð sem stefndu ríkinu. Kröfðust þeir ógildingar á ákvörðun ráðherra, viðurkenningar á skaðabótaskyldu og miskabóta. Hæstiréttur hafði áður vísað frá dómi aðalkröfum þeirra um ógildingu þannig að eftir stóðu kröfur þeirra um bótaskyldu og miskabætur. Hæstiréttur taldi Jóhannes Rúnar og Ástráð ekki hafa lagt fram fullnægjandi gögn til sönnunar því að þeir hefðu orðið fyrir tjóni vegna ákvörðunar ráðherra og var viðurkenningarkröfu þeirra hafnað. Hins vegar var fallist á miskabótakröfur þeirra og þeim dæmdar 700 þúsund krónur í bætur. Hæstiréttur telur að Sigríði hafi mátt vera ljóst að gjörðir hennar gætu bitnað á orðspori mannanna og orðið þeim að meini. Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið þarf líka að greiða málskostnað tvímenninganna sem nam einni milljón króna hjá hvorum. Jóhannes kveðst sáttur við niðurstöðuna. „Það hlýtur að vera alvarlegt þegar dómsmálaráðherra brýtur lög með þessum hætti í jafnmikilvægu máli. Það er sérstaklega tekið fram í dómnum að embættið heyrir ekki undir boðvald ráðherrans og því ástæða til að fara enn varlegar en ella.“ Jóhannes segir málið aldrei hafa snúist um peninga heldur að fá efnislega umfjöllun dómstóla um málsmeðferð og ákvörðun ráðherra og Alþingis. Sigríður kveðst fegin að málinu sé nú lokið áður en Landsréttur tekur til starfa. Hún mun bregðast við niðurstöðunni með því að setja reglur innan ráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, líkt og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum. „Það mun ekki breytast. Þetta kallar hins vegar á endurskoðun á fyrirkomulaginu við skipan dómara.“ Sigríður kveðst ósammála dómnum um að hún hafi brotið stjórnsýslulög. „Mér er fullkunnugt um reglur stjórnsýsluréttarins. En ég ætla ekki að deila við dómarana. Þetta kallar á breyttar reglur, breytta framkvæmd og er sjálfsagt að bregðast þannig við þessari niðurstöðu. Ég er ekki fyrsti ráðherrann og örugglega ekki síðasti sem er aðili að máli þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að reglur hafi verið brotnar. Ég stend með þessari ákvörðun minni alveg eins og Alþingi hefur gert og hefur verið staðfest af Hæstarétti sem vísaði frá kröfu um ógildingu á þessari skipun. Það stendur.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
„Niðurstaðan er fengin, hún er skýr og afdráttarlaus. Dómsmálaráðherra braut gegn lögum,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, umsækjandi um dómarastöðu í Landsrétti. Hæstiréttur dæmdi honum og Ástráði Haraldssyni hvorum 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að sniðganga þá við skipan dómara. Hæstiréttur telur málsmeðferð ráðherra hafa brotið gegn 10. grein stjórnsýslulaga. Jóhannes og Ástráður voru meðal 33 umsækjanda um embætti dómara við Landsrétt og meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd mat hæfasta. Ráðherra gerði hins vegar fjórar breytingar á lista nefndarinnar og sniðgekk þannig meðal annarra Jóhannes og Ástráð sem stefndu ríkinu. Kröfðust þeir ógildingar á ákvörðun ráðherra, viðurkenningar á skaðabótaskyldu og miskabóta. Hæstiréttur hafði áður vísað frá dómi aðalkröfum þeirra um ógildingu þannig að eftir stóðu kröfur þeirra um bótaskyldu og miskabætur. Hæstiréttur taldi Jóhannes Rúnar og Ástráð ekki hafa lagt fram fullnægjandi gögn til sönnunar því að þeir hefðu orðið fyrir tjóni vegna ákvörðunar ráðherra og var viðurkenningarkröfu þeirra hafnað. Hins vegar var fallist á miskabótakröfur þeirra og þeim dæmdar 700 þúsund krónur í bætur. Hæstiréttur telur að Sigríði hafi mátt vera ljóst að gjörðir hennar gætu bitnað á orðspori mannanna og orðið þeim að meini. Jóhannes Rúnar Jóhannsson. Fréttablaðið/GVA Íslenska ríkið þarf líka að greiða málskostnað tvímenninganna sem nam einni milljón króna hjá hvorum. Jóhannes kveðst sáttur við niðurstöðuna. „Það hlýtur að vera alvarlegt þegar dómsmálaráðherra brýtur lög með þessum hætti í jafnmikilvægu máli. Það er sérstaklega tekið fram í dómnum að embættið heyrir ekki undir boðvald ráðherrans og því ástæða til að fara enn varlegar en ella.“ Jóhannes segir málið aldrei hafa snúist um peninga heldur að fá efnislega umfjöllun dómstóla um málsmeðferð og ákvörðun ráðherra og Alþingis. Sigríður kveðst fegin að málinu sé nú lokið áður en Landsréttur tekur til starfa. Hún mun bregðast við niðurstöðunni með því að setja reglur innan ráðuneytisins sem taka á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillögur en þær sem hæfisnefnd leggur til við skipun dómara, líkt og honum er heimilt að gera samkvæmt lögum. „Það mun ekki breytast. Þetta kallar hins vegar á endurskoðun á fyrirkomulaginu við skipan dómara.“ Sigríður kveðst ósammála dómnum um að hún hafi brotið stjórnsýslulög. „Mér er fullkunnugt um reglur stjórnsýsluréttarins. En ég ætla ekki að deila við dómarana. Þetta kallar á breyttar reglur, breytta framkvæmd og er sjálfsagt að bregðast þannig við þessari niðurstöðu. Ég er ekki fyrsti ráðherrann og örugglega ekki síðasti sem er aðili að máli þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að reglur hafi verið brotnar. Ég stend með þessari ákvörðun minni alveg eins og Alþingi hefur gert og hefur verið staðfest af Hæstarétti sem vísaði frá kröfu um ógildingu á þessari skipun. Það stendur.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Ástráður og Jóhannes fá miskabætur frá ríkinu Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu. 19. desember 2017 12:42