Mjótt á munum og korter í kosningar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. desember 2017 06:00 "Puigdemont, okkar forseti,“ stendur á þessu plakati í Barcelona, höfuðborg Katalóníu. Gengið verður til kosninga á morgun og er mjótt á munum á milli aðskilnaðarsinna og sambandssinna í spænska héraðinu. vísir/afp Síðasti dagur kosningabaráttunnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsispennandi. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúblikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þingmönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni.Carles Puigdemont, formaður JxCat.vísir/afpBoðað var til kosninga í októberlok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálfstæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbaráttunni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurninguna. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, formaður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkisstjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskilnaðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sambandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einnig á milli flokka innan sömu fylkingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fangelsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Síðasti dagur kosningabaráttunnar í Katalóníu var í gær en kosið er til héraðsþings á morgun. Búist er við því að kosningarnar verði æsispennandi. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem El País tekur saman er búist við því að Vinstri-Repúblikanar (ERC) fái flest sæti, 33 talsins af 135. Borgaraflokkurinn mælist næststærstur og spáir El País honum 32 þingsætum. Flokkur fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, má búast við 27 þingsætum. Þá mælist Sósíalistaflokkurinn með 20 þingsæti. Aðrir flokkar fá færri en tíu sæti samkvæmt El Pais. Ef spár El País reynast réttar verða aðskilnaðarsinnar með nauman meirihluta á þinginu. Alls yrðu þeir þrír flokkar sem styðja sjálfstæði með 68 þingmenn á móti 67 þingmönnum annarra flokka. Munurinn gæti ekki verið minni.Carles Puigdemont, formaður JxCat.vísir/afpBoðað var til kosninga í októberlok. Hafði Katalónía þá lýst yfir sjálfstæði eftir kosningar sem spænskir dómstólar úrskurðuðu ólöglegar. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, rak héraðsstjórnina í kjölfar yfirlýsingarinnar, leysti upp þingið og boðaði til nýrra kosninga í von um að draga úr sjálfstæðisbaráttunni. Kosningabaráttan nú hefur mikið til snúist um sjálfstæðisspurninguna. Hefur hún verið sérstök fyrir þær sakir að Oriol Junqueras, formaður ERC, er í fangelsi á Spáni og fyrrnefndur Puigdemont er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Báðir hafa þeir verið sakaðir um uppreisn gegn spænska ríkinu og gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Alls hafa 13 aðskilnaðarsinnar úr katalónskum stjórnmálum verið sakaðir um slík brot. Í viðtali við Radio Catalunya í gær sagðist Puigdemont viss um að Katalónar myndu ekki lögfesta „aftöku“ ríkisstjórnarinnar. Spáði hann því að niðurstöður kosninganna myndu sýna að aðferðir Rajoy hefðu ekki borið árangur. „Ef aðskilnaðarsinnar vinna kosningarnar og Spánverjar neita samt að fella ákærur sýnar niður sýnir það vanvirðingu þeirra fyrir lýðræðinu,“ sagði Puigdemont enn fremur. Hin skörpu skil á milli aðskilnaðar- og sambandssinna sáust vel í kappræðum mánudagskvöldsins. Sagði Inés Arrimadas, úr sambandssinnuðum Borgaraflokki, að aðskilnaðarsinnarnir ættu að koma sér út úr „lýðveldisbúbblu“ sinni. „Aðskilnaðarsinnar hafa eyðilagt Katalóníu,“ sagði Arrimadas. En það er þó ekki bara skotið á milli fylkinga. Átökin eru einnig á milli flokka innan sömu fylkingar. Þannig skaut Junqueras á Puigdemont í gær vegna flótta hins síðarnefnda til Belgíu. „Ég er í fangelsi til þess að taka afleiðingum gjörða minna. Ég flý þær ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira