Tilkynningarnar meðal annars frá starfsfólki Borgarleikhússins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2017 14:33 Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni fyrirvaralaust frá störfum á dögunum. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12
Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32