Katrín krefst ekki afsagnar Sigríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 15:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist ekki krefjast afsagnar Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll í gær braut Sigríður lög með skipun dómara við Landsrétt.Kjarninn greindi frá því í gær að Sigríður hyggist ekki segja af sér vegna málsins en hún hefur lýst sig ósammála niðurstöðu Hæstaréttar. Hún ætlar að bregðast við dómnum með því að setja reglur innan dómsmálaráðuneytisins sem taki á því þegar ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi aðrar tillgöur en þær sem hæfnisnefnd leggur til um skipun dómara. Ráðherra er lögum samkvæmt heimilt að víkja frá þeim tillögum, líkt og Sigríður gerði í vor. Skipaði ráðherrann fjóra einstaklinga sem dómara við réttinn þó að þeir hefðu ekki verið á meðal þeirra 15 sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að verða dómara við Landsrétt. Tveir þeirra sem skipt var út fyrir þá sem ráðherra skipaði í staðinn fóru í mál við ríkið og dæmdi Hæstiréttur þeim 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar málsins. „Ég krafðist ekki neinnar afsagnar í vor og krefst engrar afsagnar núna en ég tel afar mikilvægt að við lærum af þessum dómi og tökum hann alvarlega,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um stöðu Sigríðar í ríkisstjórn. Hún segir dóm Hæstaréttar staðfesta þá gagnrýni sem hún setti fram ásamt öðrum í minnihlutaáliti stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar þegar málið var til meðferðar í þinginu. „Það varðar þá annars vegar það að rannsóknarreglan hafi ekki verið uppfyllt sem skyldi og málsmeðferðin þar með annmörkum háð. Ég tel því mjög mikilvægt að við gaumgæfum þetta mál mjög vel og lærum af því og tel fulla ástæðu til að endurskoða bæði lagaumgjörðina og regluverkið sem henni fylgir til þess að skýra þessar málsmeðferðarreglur,“ segir Katrín. Hún segir eðlilegt að Alþingi fari yfir málið og bendir meðal annars á að í dómi Hæstaréttar er aðkoma Alþingis að málinu reifuð og hún gagnrýnd. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði klukkan 13 í dag. Aðspurð hvort að málið hafi verið rætt þar segir Katrín svo vera.En voru einhverjir þingmenn flokksins sem kröfðust þess að Sigríður Á. Andersen færi úr ríkisstjórn? „Nei, við fórum bara yfir þetta mál.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00 Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Forseti Íslands gæti tæknilega séð hafnað dómurunum Forseti Íslands myndi brjóta blað í íslenskri stjórnmálasögu með synjun skipunar dómaranna við Landsrétt. 8. júní 2017 07:00
Telur alvarlegt að ráðherrann brjóti lög Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður segir niðurstöðu Hæstaréttar í Landsdómsmálinu afdráttarlausa. Dómsmálaráðherra hafi brotið lög og það hljóti að vera alvarlegt mál. 20. desember 2017 06:00