Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 15:57 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu vegna afturvirkrar launahækkunar. vísir/Anton Brink Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hyggst ekki tjá sig efnislega um úrskurð kjararáðs þess efnis að laun hennar skuli hækkuð afturvirkt um 18 prósent, það er úr 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur á mánuði. Vegna hækkunarinnar fær Agnes 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Fjallað er um úrskurð kjararáðs á heimasíðu biskups en Vísir greindi frá úrskurði kjararáðs í gær. Á biskup.is segir að Agnes vilji árétta að það sé ekki í hennar verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðuna. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ segir á vef biskups. Þá segir jafnframt að Prestafélag Íslands hafi lagt mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsskyldum og starfsumhverfi presta og biskupa. „Á meðal þeirra gagna sem lögð voru fram var lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann vann að beiðni félagsins. Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.“ Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í. Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hyggst ekki tjá sig efnislega um úrskurð kjararáðs þess efnis að laun hennar skuli hækkuð afturvirkt um 18 prósent, það er úr 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur á mánuði. Vegna hækkunarinnar fær Agnes 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Fjallað er um úrskurð kjararáðs á heimasíðu biskups en Vísir greindi frá úrskurði kjararáðs í gær. Á biskup.is segir að Agnes vilji árétta að það sé ekki í hennar verkahring að tjá sig efnislega um niðurstöðuna. „Eðlilegt er þó að benda á að um er að ræða kerfisbreytingar og launaleiðréttingar eftir tólf ára kyrrstöðu að undanskilinni kjaraskerðingu hjá prestastéttinni á árinu 2009,“ segir á vef biskups. Þá segir jafnframt að Prestafélag Íslands hafi lagt mikla vinnu í að gera kjararáði grein fyrir starfsskyldum og starfsumhverfi presta og biskupa. „Á meðal þeirra gagna sem lögð voru fram var lýsing á daglegum verkefnum biskups Íslands sem hann vann að beiðni félagsins. Niðurstaða ítarlegrar skoðunar og endurmats kjararáðs á starfskjörum biskupa og presta liggur nú fyrir og þarf ekki að koma á óvart að ástæða hafi þótt til ýmissa breytinga og leiðréttinga. Að öðru leyti mun biskup Íslands ekki tjá sig um niðurstöðurnar né svara fyrirspurnum um persónulega afstöðu sína til þeirra.“ Biskup Íslands hefur allt frá því í ágúst árið 2015 reynt að fá kjör sín leiðrétt með samskiptum við kjararáð. Í þeim bréfasamskiptum tíundar Agnes skyldur biskups og umfang embættisins, sem meðal annars felist í yfirstjórn kirkjunnar, tilsjón með og eftirliti með kristinhaldi, vísiteringum til presta, kirkna og um 270 safnaða. Gjarnan falli störf biskups utan hefðbundins vinnutíma að kvöldlagi og um helgar. Biskup hafi einnig skyldur varðandi samskipti við útlönd sem og á alls kyns opinberum hátíðum fyrir utan yfirstjórn á Biskupsstofu. Þá greiði biskup nú leigu af bústað sem honum sé skylt að búa í.
Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00