Ósáttur við vinnubrögð BL með Nissan-jeppa: Eigendur ekki látnir vita af vandamáli með bílana Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2017 09:30 Nissan hefur boðið eigendum eldri gerða Navara og Pathfinder að kaupa upp bílana. Aðeins Navara-bílarnir hafa þó verið innkallaðir. Vísir/AFP Eigandi Nissan Pathfinder-jeppa sem bílaumboðið BL keypti upp vegna tæringar í grind er ósáttur við hvernig fyrirtækið hefur staðið að uppkaupunum. Hann telur bílana hættulega og er óánægður með að hann og aðrir eigendur bílanna hafi ekki verið látnir vita af vandamálinu. Vísir sagði frá því í dag að BL hefði tilkynnt um innköllun á Nissan Navara D40, árgerð 2005-2012. Nissan býðst einnig til að kaupa upp Nissan Pathfinder R51 af sömu ágerðum, að því gefnu að þeir séu innan við tólf ára gamlir. Ástæðan er óeðlileg tæring sem hefur komið fram í grind bílanna. Tilkynnt var um innköllun Navara-bílanna á vef Neytendastofu í gær en þar var ekki talað um Pathfinder. Í skriflegu svari BL við fyrirspurn Vísis kom fram að Nissan byðist til að kaupa upp báðar tegundir. Hvorki hefur verið greint frá því á vef Neytendastofu né BL þegar þessi orð eru rituð. Jóhann Bæring Pálmason átti 2005 árgerð af Pathfinder sem var skráður í maí það ár. Hann segist hafa frétt af vandamálinu með tæringu í grind bíla af þessari tegund í í júní þegar BL keypti upp bíl vinafólks hans. Í kjölfarið setti hann sig í samband við BL. „Ég hafði samband við þá í júní símleiðis og þeir segja mér að þetta sé ekkert sem ég þurfi að hafa áhyggjur af, bara að koma með hann næst þegar ég eigi leið suður,“ segir Bæring sem býr á Vestfjörðum.Þurfti að greiða milljón til að geta keypt sambærilegan bíl í staðinn Þegar bíllinn var hins vegar skoðaður í júlí var Bæring sagt að gallinn hefði fundist og bíllinn væri ónýtur. Fyrst hafi umboðið boðið Bæring að kaupa bílinn á 900.000 krónur. Ef hann vildi eiga bílinn áfram mætti hann ekki draga á honum vegna hættu á að grindin gæti brotnað í sundur. Bæring vildi ekki sætta sig við þessa upphæð fyrir bílinn en starfsmenn BL sögðu honum þá að umboðinu væri ekki skylt að bæta bílinn þar sem hann var þá orðinn eldri en tólf ára. Hann hafi þá krafist þess að fá sambærilegan bíl í staðinn en BL hafi sagt honum að það væri ekki hægt því þeir ættu engan bíl í sama stærðarflokki.Jóhann Bæring Pálmason er ósáttur við hvernig BL hefur staðið að uppkaupum á NIssan Pathfinder.Jóhann Bæring Pálmason/FacebookÁ endanum fékk Bæring umboðið til að hækka kaupverðið í rúma milljón en hann segist á endanum hafa þurft að greiða milljón til viðbótar til að geta keypt sambærilega bifreið í staðinn. Hann hafði samband við Neytendastofu eftir að hann skrifaði undir samninginn við BL í júlí. Neytendastofa hefur haft málið til skoðunar síðan en hefur ekki viljað veita Vísi neinar upplýsingar um það. „Mér finnst bara ekki eðlilegt að þeir komist upp með það að þessir bílar séu keyrandi um göturnar án þess að nokkuð sé sagt eða gert. Svo hitt að þeir skuli geta stillt manni svona svakalega upp við vegg og sagt: „Take it or leave it“,“ segir Bæring.Fann tæringu í bílum á bílasölum Tæringarinnar í grind Navara- og Pathfinder-bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og í Skandinavíu. Þegar Vísir óskaði fyrst eftir upplýsingum frá BL um vandamálið í nóvember fengust þau svör að Nissan hefði fyrst beðið um að bílarnir yrðu keyptir upp ef vandamálið kæmi í ljós fyrir rúmu ári. Verkstæði hafi í kjölfarið fengið fyrirmæli um að skima sérstaklega eftir tæringu í grindunum. Þrátt fyrir þetta voru eigendur bílanna hér á landi ekki látnir vita af vandamálinu jafnvel þó að þeir elstu rynnu út á ábyrgð á þessu ári eins og í tilfelli Bærings. Hann segir að hefði hann vitað af gallanum fyrr hefði hann strax skilað honum inn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis í gær sagði Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að umboðið hefði ekki heimild til að innkalla bílana einhliða. Langflestir viðskiptavina BL hafi gengið „afar sáttir frá borði“, enda sannreynt að „verðið væri sanngjarnt miðað við markaðinn í dag“. Bæring segir að þegar hann var að leita að sambærilegum bílum til að kaupa í staðinn fyrir sinn hafi hann fundið tvo Pathfinder-jeppa til sölu hjá Bílalandi BL sem fannst vera með sömu tæringu. Alls hafi hann skoðað níu bíla af árgerðunum 2005-2007 á bílasölum í Reykjavík og talið sig finna gallann í grindunum á þeim öllum. „Mér finnst eiginlega bara skelfilegt að þeir skuli komast upp með þessi vinnubrögð því þessir bílar eru hreinlega hættulegir,“ segir Bæring. Þá bendir hann á að verð á bílum af þessum tegundum hljóti að hrynja eftir að greint var frá vandamálinu með þá. Hann spáir því að 2010-árgerð af Pathfinder sem metin er á um þrjá og hálfa milljón króna verði að að líkindum kominn niður í milljón innan skamms. „Þetta er ansi vænt kjaftshögg fyrir þá sem eiga þessa bíla,“ segir Bæring. Bílar Neytendur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Eigandi Nissan Pathfinder-jeppa sem bílaumboðið BL keypti upp vegna tæringar í grind er ósáttur við hvernig fyrirtækið hefur staðið að uppkaupunum. Hann telur bílana hættulega og er óánægður með að hann og aðrir eigendur bílanna hafi ekki verið látnir vita af vandamálinu. Vísir sagði frá því í dag að BL hefði tilkynnt um innköllun á Nissan Navara D40, árgerð 2005-2012. Nissan býðst einnig til að kaupa upp Nissan Pathfinder R51 af sömu ágerðum, að því gefnu að þeir séu innan við tólf ára gamlir. Ástæðan er óeðlileg tæring sem hefur komið fram í grind bílanna. Tilkynnt var um innköllun Navara-bílanna á vef Neytendastofu í gær en þar var ekki talað um Pathfinder. Í skriflegu svari BL við fyrirspurn Vísis kom fram að Nissan byðist til að kaupa upp báðar tegundir. Hvorki hefur verið greint frá því á vef Neytendastofu né BL þegar þessi orð eru rituð. Jóhann Bæring Pálmason átti 2005 árgerð af Pathfinder sem var skráður í maí það ár. Hann segist hafa frétt af vandamálinu með tæringu í grind bíla af þessari tegund í í júní þegar BL keypti upp bíl vinafólks hans. Í kjölfarið setti hann sig í samband við BL. „Ég hafði samband við þá í júní símleiðis og þeir segja mér að þetta sé ekkert sem ég þurfi að hafa áhyggjur af, bara að koma með hann næst þegar ég eigi leið suður,“ segir Bæring sem býr á Vestfjörðum.Þurfti að greiða milljón til að geta keypt sambærilegan bíl í staðinn Þegar bíllinn var hins vegar skoðaður í júlí var Bæring sagt að gallinn hefði fundist og bíllinn væri ónýtur. Fyrst hafi umboðið boðið Bæring að kaupa bílinn á 900.000 krónur. Ef hann vildi eiga bílinn áfram mætti hann ekki draga á honum vegna hættu á að grindin gæti brotnað í sundur. Bæring vildi ekki sætta sig við þessa upphæð fyrir bílinn en starfsmenn BL sögðu honum þá að umboðinu væri ekki skylt að bæta bílinn þar sem hann var þá orðinn eldri en tólf ára. Hann hafi þá krafist þess að fá sambærilegan bíl í staðinn en BL hafi sagt honum að það væri ekki hægt því þeir ættu engan bíl í sama stærðarflokki.Jóhann Bæring Pálmason er ósáttur við hvernig BL hefur staðið að uppkaupum á NIssan Pathfinder.Jóhann Bæring Pálmason/FacebookÁ endanum fékk Bæring umboðið til að hækka kaupverðið í rúma milljón en hann segist á endanum hafa þurft að greiða milljón til viðbótar til að geta keypt sambærilega bifreið í staðinn. Hann hafði samband við Neytendastofu eftir að hann skrifaði undir samninginn við BL í júlí. Neytendastofa hefur haft málið til skoðunar síðan en hefur ekki viljað veita Vísi neinar upplýsingar um það. „Mér finnst bara ekki eðlilegt að þeir komist upp með það að þessir bílar séu keyrandi um göturnar án þess að nokkuð sé sagt eða gert. Svo hitt að þeir skuli geta stillt manni svona svakalega upp við vegg og sagt: „Take it or leave it“,“ segir Bæring.Fann tæringu í bílum á bílasölum Tæringarinnar í grind Navara- og Pathfinder-bíla hefur orðið vart víðar, þar á meðal á Bretlandi, Írlandi og í Skandinavíu. Þegar Vísir óskaði fyrst eftir upplýsingum frá BL um vandamálið í nóvember fengust þau svör að Nissan hefði fyrst beðið um að bílarnir yrðu keyptir upp ef vandamálið kæmi í ljós fyrir rúmu ári. Verkstæði hafi í kjölfarið fengið fyrirmæli um að skima sérstaklega eftir tæringu í grindunum. Þrátt fyrir þetta voru eigendur bílanna hér á landi ekki látnir vita af vandamálinu jafnvel þó að þeir elstu rynnu út á ábyrgð á þessu ári eins og í tilfelli Bærings. Hann segir að hefði hann vitað af gallanum fyrr hefði hann strax skilað honum inn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis í gær sagði Gunnar Axel Gunnarsson, ábyrgðarstjóri BL, að umboðið hefði ekki heimild til að innkalla bílana einhliða. Langflestir viðskiptavina BL hafi gengið „afar sáttir frá borði“, enda sannreynt að „verðið væri sanngjarnt miðað við markaðinn í dag“. Bæring segir að þegar hann var að leita að sambærilegum bílum til að kaupa í staðinn fyrir sinn hafi hann fundið tvo Pathfinder-jeppa til sölu hjá Bílalandi BL sem fannst vera með sömu tæringu. Alls hafi hann skoðað níu bíla af árgerðunum 2005-2007 á bílasölum í Reykjavík og talið sig finna gallann í grindunum á þeim öllum. „Mér finnst eiginlega bara skelfilegt að þeir skuli komast upp með þessi vinnubrögð því þessir bílar eru hreinlega hættulegir,“ segir Bæring. Þá bendir hann á að verð á bílum af þessum tegundum hljóti að hrynja eftir að greint var frá vandamálinu með þá. Hann spáir því að 2010-árgerð af Pathfinder sem metin er á um þrjá og hálfa milljón króna verði að að líkindum kominn niður í milljón innan skamms. „Þetta er ansi vænt kjaftshögg fyrir þá sem eiga þessa bíla,“ segir Bæring.
Bílar Neytendur Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira