Miklar líkur á að kona verði næsti leiðtogi Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2017 09:51 Líkur eru á að aðskilnaðarsinninn Marta Rovira eða sambandssinninn Ines Arrimadas verði næsti forseti héraðsstjórnar Katalóníu. Vísir/AFP Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Katalóníu þar sem kosið verður til nýs héraðsþings í dag. Spænska ríkisstjórnin boðaði til kosninganna eftir að hafa leyst upp þingið í kjölfar ólöglegrar sjálfstæðisyfirlýsingar katalónska héraðsþingsins í haust. Miklar líkur eru á að kona verði næsti forseti héraðsstjórnarinnar en aðskilnaðarsinninn Marta Rovira og sambandssinninn Ines Arrimadas leiða þá flokka sem mælast með mest fylgi í könnunum. Rovira leiðir vinstriflokkinn ERC og Arrimadas mið-hægriflokkinn Ciudadanos. Bandalag aðskilnaðarflokka og bandalag flokka sambandsinna mælast með álíka mikið fylgi og þykir líklegast að annað hvort ERC og Ciudadanos muni standa uppi sem stærsti flokkur.Í kosningabaráttu frá Brussel Spænska ríkisstjórnin ákvað að taka yfir stjórn héraðsins með því að beita í fyrsta sinn 155. grein stjórnarskrár landsins. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar, flúði í kjölfarið til Brussel en hann sætir nú ákæru. Puigdemont hefur háð kosningabaráttu frá Brussel fyrir nýjan flokk, Junts per Catalunya (JuntsXCat), en í könnunum mælist flokkurinn sá þriðji stærsti.Gæti gegnt embættinu tímabundið Aðskilnaðarflokkurinn ERC var stofnaður árið 1931, en leiðtogi hans, Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, er nú í varðhaldi fyrir utan Madríd þar sem hann sætir ákærðu fyrir að hvetja til uppreisnar og fleiri brota. Varaformaður flokksins, hin fertuga Rovira, leiðir því flokkinn í kosningabaráttunni. Vinni flokkurinn sigur í kosningunum kann svo að fara að hún gegni forsetaembættinu tímabundið á meðan Junqueras situr fastur.Gift aðskilnaðarsinna Hin 36 ára Arramadas er fædd í Andalúsíu og er eiginmaður hennar fyrrverandi stjórnmálamaður sem barðist fyrir aðskilnaði Katalóníu. Markmið hennar er að stýra héraðinu ásamt sósíalistaflokknum PSC og íhaldsflokknum PP, flokki Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Í allri umræðu um næsta forseta héraðsstjórnarinnar hefur nafn Miquel Iceta, leiðtoga PSC, einnig verið nefnt sem möguleg málamiðlun í stjórnarmyndunarviðræðum.Kjörstaðir loka klukkan 19 Nokkuð hefur dregið úr slagkrafti sjálfstæðisbaráttu Katalóna eftir hörð viðbrögð Spánarstjórnar og klofnings meðal aðskilnaðarsinna á síðustu vikum. Þá hafa margir aðskilnaðarsinnar dempað orðræðuna í kosningabaráttunni. Alls eru 5,5 milljónir manna á kjörskrá þar sem til stendur að kjósa 135 fulltrúa á héraðsþingið. Kjörstöðum verður lokað klukkan 19 að íslenskum tíma og verða ekki birtar neinar útgönguspár. Reiknað er með að klukkan 21 verði búið að reikna um 80 prósent atkvæða.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Mjótt á munum og korter í kosningar Ef spár El País ganga eftir fá aðskilnaðarsinnar eins manns meirihluta á katalónska þinginu. Boðað var til kosninga eftir að forsætisráðherra Spánar leysti upp héraðsþingið vegna sjálfstæðisyfirlýsingar. 20. desember 2017 06:00