Viðvörunarskotum skotið þegar hermaður flúði frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 10:45 Norðurkóreskir hermenn standa vörð við landmærin. Vísir/AFP Norðurkóreskur hermaður flúði yfir mest víggirtu landamæri heimsins. Hann mun hafa birst við varðstöð á vestanverðum landamærunum seint í gærkvöldi með aðra hermenn á hælunum en mikil þoka var á svæðinu. Hermaðurinn sem flúði í nótt er talinn vera nítján ára gamall og var hann vopnaður. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir hernaðarráði landsins að hermaðurinn hafi verið lágt settur í her Norður-Kóreu.Suðurkóreskir hermenn skutu um tuttugu viðvörunarskotum að andstæðingum sínum þegar þeir nálguðust landamærin. Um 40 mínútum seinna heyrðust skot norðan megin við landamærin en ekki er talið að þeim hafi verið skotið til suðurs. Þetta er fjórði hermaðurinn frá Norður-Kóreu sem flýr til Suður-Kóreu á árinu. Á þessu ári hafa alls fimmtán manns flúið beint til Suður-Kóreu. Þar af tveir í gær og einn í nótt. Allt árið 2016 var heildartalan fimm. Þá flúði einn hermaður og fjórir borgarar. Mun fleiri hafa þó flúið með því að ferðast til Kína, sem er mörgum íbúum Norður-Kóreu leyfilegt, og þaðan til Suður-Kóreu, Fáir reyna þó að flýja yfir landamæri ríkjanna sem eru víggirt og má þar finna mikinn eftirlitsbúnað, girðingar og jarðsprengjur. Hins vegar hafa allir hermennirnir sem flúðu á árinu gert það. Einn þeirra vakti mikla athygli þegar hann flúði yfir landamæri á sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuMikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu á árinu. Þá sagði Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, frá því fyrr í mánuðinum að Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent þjóðarinnar, þjáist af næringarskorti. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi og er mikill skortur á matvælum þar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Norðurkóreskur hermaður flúði yfir mest víggirtu landamæri heimsins. Hann mun hafa birst við varðstöð á vestanverðum landamærunum seint í gærkvöldi með aðra hermenn á hælunum en mikil þoka var á svæðinu. Hermaðurinn sem flúði í nótt er talinn vera nítján ára gamall og var hann vopnaður. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir hernaðarráði landsins að hermaðurinn hafi verið lágt settur í her Norður-Kóreu.Suðurkóreskir hermenn skutu um tuttugu viðvörunarskotum að andstæðingum sínum þegar þeir nálguðust landamærin. Um 40 mínútum seinna heyrðust skot norðan megin við landamærin en ekki er talið að þeim hafi verið skotið til suðurs. Þetta er fjórði hermaðurinn frá Norður-Kóreu sem flýr til Suður-Kóreu á árinu. Á þessu ári hafa alls fimmtán manns flúið beint til Suður-Kóreu. Þar af tveir í gær og einn í nótt. Allt árið 2016 var heildartalan fimm. Þá flúði einn hermaður og fjórir borgarar. Mun fleiri hafa þó flúið með því að ferðast til Kína, sem er mörgum íbúum Norður-Kóreu leyfilegt, og þaðan til Suður-Kóreu, Fáir reyna þó að flýja yfir landamæri ríkjanna sem eru víggirt og má þar finna mikinn eftirlitsbúnað, girðingar og jarðsprengjur. Hins vegar hafa allir hermennirnir sem flúðu á árinu gert það. Einn þeirra vakti mikla athygli þegar hann flúði yfir landamæri á sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuMikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu á árinu. Þá sagði Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, frá því fyrr í mánuðinum að Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent þjóðarinnar, þjáist af næringarskorti. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi og er mikill skortur á matvælum þar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51
Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16
Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10