Viðvörunarskotum skotið þegar hermaður flúði frá Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 10:45 Norðurkóreskir hermenn standa vörð við landmærin. Vísir/AFP Norðurkóreskur hermaður flúði yfir mest víggirtu landamæri heimsins. Hann mun hafa birst við varðstöð á vestanverðum landamærunum seint í gærkvöldi með aðra hermenn á hælunum en mikil þoka var á svæðinu. Hermaðurinn sem flúði í nótt er talinn vera nítján ára gamall og var hann vopnaður. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir hernaðarráði landsins að hermaðurinn hafi verið lágt settur í her Norður-Kóreu.Suðurkóreskir hermenn skutu um tuttugu viðvörunarskotum að andstæðingum sínum þegar þeir nálguðust landamærin. Um 40 mínútum seinna heyrðust skot norðan megin við landamærin en ekki er talið að þeim hafi verið skotið til suðurs. Þetta er fjórði hermaðurinn frá Norður-Kóreu sem flýr til Suður-Kóreu á árinu. Á þessu ári hafa alls fimmtán manns flúið beint til Suður-Kóreu. Þar af tveir í gær og einn í nótt. Allt árið 2016 var heildartalan fimm. Þá flúði einn hermaður og fjórir borgarar. Mun fleiri hafa þó flúið með því að ferðast til Kína, sem er mörgum íbúum Norður-Kóreu leyfilegt, og þaðan til Suður-Kóreu, Fáir reyna þó að flýja yfir landamæri ríkjanna sem eru víggirt og má þar finna mikinn eftirlitsbúnað, girðingar og jarðsprengjur. Hins vegar hafa allir hermennirnir sem flúðu á árinu gert það. Einn þeirra vakti mikla athygli þegar hann flúði yfir landamæri á sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuMikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu á árinu. Þá sagði Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, frá því fyrr í mánuðinum að Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent þjóðarinnar, þjáist af næringarskorti. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi og er mikill skortur á matvælum þar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Norðurkóreskur hermaður flúði yfir mest víggirtu landamæri heimsins. Hann mun hafa birst við varðstöð á vestanverðum landamærunum seint í gærkvöldi með aðra hermenn á hælunum en mikil þoka var á svæðinu. Hermaðurinn sem flúði í nótt er talinn vera nítján ára gamall og var hann vopnaður. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir hernaðarráði landsins að hermaðurinn hafi verið lágt settur í her Norður-Kóreu.Suðurkóreskir hermenn skutu um tuttugu viðvörunarskotum að andstæðingum sínum þegar þeir nálguðust landamærin. Um 40 mínútum seinna heyrðust skot norðan megin við landamærin en ekki er talið að þeim hafi verið skotið til suðurs. Þetta er fjórði hermaðurinn frá Norður-Kóreu sem flýr til Suður-Kóreu á árinu. Á þessu ári hafa alls fimmtán manns flúið beint til Suður-Kóreu. Þar af tveir í gær og einn í nótt. Allt árið 2016 var heildartalan fimm. Þá flúði einn hermaður og fjórir borgarar. Mun fleiri hafa þó flúið með því að ferðast til Kína, sem er mörgum íbúum Norður-Kóreu leyfilegt, og þaðan til Suður-Kóreu, Fáir reyna þó að flýja yfir landamæri ríkjanna sem eru víggirt og má þar finna mikinn eftirlitsbúnað, girðingar og jarðsprengjur. Hins vegar hafa allir hermennirnir sem flúðu á árinu gert það. Einn þeirra vakti mikla athygli þegar hann flúði yfir landamæri á sameiginlegu öryggissvæði ríkjanna.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuMikil spenna er nú á Kóreuskaga eftir eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu á árinu. Þá sagði Zeid Ra‘ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, frá því fyrr í mánuðinum að Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að um 18 milljónir íbúa Norður-Kóreu, eða um sjötíu prósent þjóðarinnar, þjáist af næringarskorti. Umtalsverðum þvingunum hefur verið beitt gegn ríkinu til að reyna að draga úr getu þeirra til að þróa kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar til að bera þau vopn. Norður-Kórea eyðir verulegum hluta af tekjum ríkisins í að halda her ríkisins uppi og er mikill skortur á matvælum þar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51 Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Fjórir Norður-Kóreumenn grunaðir um aðild að drápinu á Kim Jong-nam Lögregla í Malasíu hefur birt nöfn fjögurra manna sem grunaðir eru um aðild að morðinu á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. 6. nóvember 2017 13:51
Kenna Norður-Kóreumönnum um WannaCry Bandarísk stjórnvöld fullyrða að Norður-Kóreumenn hafi verið ábyrgir fyrir WannaCry veiruárárásinni sem gerði fólki lífið leitt í maí síðastliðinn. 19. desember 2017 08:16
Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10