Stefán Hallur stígur til hliðar sem kennari við LHÍ til að „axla ábyrgð og skapa frið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 14:40 Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands í kjölfar #metoo umræðunnar. Vísir/Ernir Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur staðfestir þetta í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá málinu. Stefán Hallur segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gott samtal við Steinunni Knútsdóttur forseti sviðslistadeildar og Stefán Jónsson, fráfarandi fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. „Við höfum verið að eiga mörg samtöl undanfarið í kjölfarið af þessari umræðu sem upp hefur komið. Í kjölfarið af því var þessi ákvörðun tekin.“Ætlar að hlusta og breytaFyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að Stefán Jónsson hafi ákveðið að stíga til hliðar í kjölfar #metoo byltingarinnar. Stefán sagði í samtali við Vísi í dag að sumar þeirra reynslusagna sem konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.Sjá einnig: Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Stefán Hallur segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni. „Þetta tengist eftir minni bestu vitund ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“ Hann vonar að þessar breytingar sem verið er að gera muni hafa jákvæð áhrif á andrúmsloftið innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að gera það. Það er allavega mín einlæg von og trú að það geri það.“Aðgerðirnar framundan eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Aðspurður hvort ákvörðunin tengist ákvörðun Stefáns nafna hans svarar Stefán Hallur: „Þetta er vissulega náttúrulega í samráði við skólann, þetta er allt útfrá okkar samtali.“ Hann segir ákvörðunina tekna undir áhrifum af þeim þörfu breytingum sem verið er að gera í skólanum. Ekki náðist í Steinunni Knútsdóttir við vinnslu fréttar. MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Stefán Hallur Stefánsson leikari hefur hætt sem stundarkennari við Listaháskóla Íslands. Stefán Hallur staðfestir þetta í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá málinu. Stefán Hallur segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir gott samtal við Steinunni Knútsdóttur forseti sviðslistadeildar og Stefán Jónsson, fráfarandi fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. „Við höfum verið að eiga mörg samtöl undanfarið í kjölfarið af þessari umræðu sem upp hefur komið. Í kjölfarið af því var þessi ákvörðun tekin.“Ætlar að hlusta og breytaFyrr í dag sögðum við frá því hér á Vísi að Stefán Jónsson hafi ákveðið að stíga til hliðar í kjölfar #metoo byltingarinnar. Stefán sagði í samtali við Vísi í dag að sumar þeirra reynslusagna sem konur í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjallað um sinn tíma í starfi, hjá kennurum undir hans stjórn og aðra fyrir sína tíð.Sjá einnig: Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Stefán Hallur segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni. „Þetta tengist eftir minni bestu vitund ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku.“ Hann vonar að þessar breytingar sem verið er að gera muni hafa jákvæð áhrif á andrúmsloftið innan skólans. „Ég held að þetta hljóti að gera það. Það er allavega mín einlæg von og trú að það geri það.“Aðgerðirnar framundan eru listaðar skilmerkilega á heimasíðu Listaháskólans. Aðspurður hvort ákvörðunin tengist ákvörðun Stefáns nafna hans svarar Stefán Hallur: „Þetta er vissulega náttúrulega í samráði við skólann, þetta er allt útfrá okkar samtali.“ Hann segir ákvörðunina tekna undir áhrifum af þeim þörfu breytingum sem verið er að gera í skólanum. Ekki náðist í Steinunni Knútsdóttir við vinnslu fréttar.
MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Stefán Jónsson stígur til hliðar vegna #metoo Mun ekki leikstýra lokaverkefni útskriftarnema og kemur ekki að inntökuprófum. 21. desember 2017 11:30
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00