Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2017 18:00 Stefán Jónsson, Stefán Hallur, Atli Rafn og Þórir Sæmundsson hafa ýmist verið reknir eða stigið til hliðar í kjölfar #metoo. Vísir Leikhúsheimurinn á Íslandi nötrar í kjölfar metoo-byltingarinnar. Þegar hafa fjórir þekktir leikhúsmenn stigið til hliðar eða horfið af vettvangi með öðrum hætti vegna ásakana um kynferðislega misbeitingu. Þeir Þórir Sæmundsson, Atli Rafn Sigurðarson, Stefán Jónsson og Stefán Hallur Stefánsson. Þótt þessi mál séu ólík efnislega eru þau öll af sama meiði. Metoo-byltingin á Íslandi, sem kemur í kjölfar mikillar rannsóknarvinnu blaðamanna vestan hafs sem leiddi svo til frásagna fjölda kvenna sem greindu frá kynferðislegu ofbeldi sem þær höfðu mátt sæta af hálfu Harvey Weinstein kvikmyndaframleiðanda, hófst með frásögnum kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð í Facebook-hópi og ákalli eftir breytingum. Konur í stjórnmálum stigu fyrstar fram og konur í sviðslistum og kvikmyndagerð í kjölfarið.Á sjötta hundrað konur hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem krafist er að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Gerðu þær það með 62 sögum með dæmum um slíkt opinberar.548 konur deildu reynslusögum sínum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan sviðslista- og kvikmyndageirans á Íslandi í lokuðum Facebook-hóp.VísirFáir sem vilja tjá sig Síðan hafa ýmsir aðrir hópar stigið fram en sé litið til þeirra frásagna sem settar hafa verið fram til þessa virðist sem vandinn sé djúpstæðastur og víðtækastur í þessum geira. Vísir hefur í vikunni rætt við fjölda fólks sem starfar á þessum vettvangi. Og reynt að fjalla um þetta eftir föngum en víst er að upplýsingar liggja ekki á lausu. Talsvert fleiri en í hefur náðst grípa nefnilega til þess að svara bara alls ekki í síma þegar fréttastofan reynir að hafa samband. Fáir vilja láta hafa nokkuð eftir sér. Málið er eldfimt og skiptast menn þar í tvö horn. Meðan margir eru á því að um sé að ræða sársaukafulla og lífsnauðsynlega hreinsun tala aðrir um galdrafár.Atla Rafn Sigurðarsyni hefur verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/ErnirUmdeild uppsögn Atla Rafns Umdeild er uppsögn Kristínar Eysteinsdóttur leikhússtjóra Borgarleikhússins á Atla Rafni en fáeinir dagar eru í frumsýningu á jólasýningunni Medea. Verkið var svo gott sem tilbúið og ljóst að leikhúsið stendur frammi fyrir verulegu tjóni. Tvennum sögum fer af tildrögum þeirrar uppsagnar en Kristín hefur varist allra frétta. Þó látið þess getið að hún, framkvæmdastjóri hússins sem og stjórn hafi verið einhuga í að grípa til þessa ráðs. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli. Hún segir að Atla Rafni hafi verið gerð grein fyrir ástæðum uppsagnarinnar. Því er Atli Rafn ósammála og segir brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana. Honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut. Atli hefur líkt og Kristín ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins.Kristín Eysteinsdóttir hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2014.BorgarleikhúsiðTár féllu í leikhúsinu Fundað var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem leikhússtjóri ræddi við starfsmenn hússins. Þar beindu nokkrir leikarar og leikstjórar erfiðum spurningum að leikhússtjóra sem snéru að uppsögn Atla Rafns. Víst er að málið er eldfimt innan veggja hússins en hins vegar hefur reynst erfitt að afla upplýsinga um hvað nákvæmlega fór fram. Einn heimildarmanna Vísis lét þess þó svo getið að á fundinum hafi fallið tár. Metoo-frásagnir sviðslistakvenna hafa þannig hrundið af stað atburðarás sem ómögulegt er að segja hvernig endar. Nánast víst má telja að fleiri frásagnir eiga eftir að fylgja í kjölfarið.Þórir Sæmundsson var ein af stjörnum Þjóðleikhússins í fyrra.Vísir/GVATyppamyndirnar hans Þóris Greint var frá því síðla í síðasta mánuði að Þóri Sæmundssyni leikara hefði verið vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu á menntaskólaaldri. Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter. Þórir sker sig að nokkru úr hópnum því fyrir liggur játning af hans hálfu á þeim atvikum sem um ræðir. Hann hefur gengist við því opinberlega að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun og áreitt konur. Þá segist Þórir ekki vera í lykilhlutverkum í neinum þeirra sagna sem fram koma í metoo-hópi sviðslistakvenna.Stefán Jónsson segist hafa sýnt fulla iðrun í sáttarferli með fyrrverandi nemenda við Listaháskóla Íslands.Vísir/StefánMórölsk ábyrgð StefánsVísir greindi svo frá því í dag að Stefán Jónsson hafi stigið til hliðar. Hann hefur verið farsæll leikari og leikstjóri áratugum saman – en undanfarin ár hefur hann gegnt stöðu fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Stefán segist í samtali við Vísi hafa tekið pistil Birnu Rúnar Eiríksdóttur leikkonu til sín en hún greindi frá erfiðum tíma við skólann; þörf leikstjóra fyrir því að hún væri kynþokkafull eða sýndi hold þegar hún teldi það alls ekkert eiga við. Sömuleiðis leikstjórar sem eigi erfitt með að hún standi með sjálfri sér, þarfnist þeirra ekki og beiti því andlegu ofbeldi. „Til að sýna að okkur og mér væri full alvara að rísa undan móralskri ábyrgð. Gera það sem ég gat, að sýna auðmýkt í þessum aðstæðum,“ segir Stefán í samtali við Vísi um ástæður þess að hann steig til hliðar. Hann sagðist iðrast gjörða sinna og sættir hefðu náðst.Í aðgerðaráætlun á vef LHÍ kemur fram að Birna og tveir nemendur til viðbótar hafi komið á fund forseta deildarinnar. Athugasemdir þeirra hafi snúið að fjórum kennurum við skólann.Vill skapa vinnufrið og sýna samstöðu Sá fjórði sem hverfur af vettvangi, um stundarsakir í það minnsta, er svo annar kennari við sviðslistadeild LÍ, leikari og leikstjóri, Stefán Hallur Stefánsson. Hann segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni en þó ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið. „Heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku,“ segir Stefán Hallur. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús Menning MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Leikhúsheimurinn á Íslandi nötrar í kjölfar metoo-byltingarinnar. Þegar hafa fjórir þekktir leikhúsmenn stigið til hliðar eða horfið af vettvangi með öðrum hætti vegna ásakana um kynferðislega misbeitingu. Þeir Þórir Sæmundsson, Atli Rafn Sigurðarson, Stefán Jónsson og Stefán Hallur Stefánsson. Þótt þessi mál séu ólík efnislega eru þau öll af sama meiði. Metoo-byltingin á Íslandi, sem kemur í kjölfar mikillar rannsóknarvinnu blaðamanna vestan hafs sem leiddi svo til frásagna fjölda kvenna sem greindu frá kynferðislegu ofbeldi sem þær höfðu mátt sæta af hálfu Harvey Weinstein kvikmyndaframleiðanda, hófst með frásögnum kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð í Facebook-hópi og ákalli eftir breytingum. Konur í stjórnmálum stigu fyrstar fram og konur í sviðslistum og kvikmyndagerð í kjölfarið.Á sjötta hundrað konur hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem krafist er að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Gerðu þær það með 62 sögum með dæmum um slíkt opinberar.548 konur deildu reynslusögum sínum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan sviðslista- og kvikmyndageirans á Íslandi í lokuðum Facebook-hóp.VísirFáir sem vilja tjá sig Síðan hafa ýmsir aðrir hópar stigið fram en sé litið til þeirra frásagna sem settar hafa verið fram til þessa virðist sem vandinn sé djúpstæðastur og víðtækastur í þessum geira. Vísir hefur í vikunni rætt við fjölda fólks sem starfar á þessum vettvangi. Og reynt að fjalla um þetta eftir föngum en víst er að upplýsingar liggja ekki á lausu. Talsvert fleiri en í hefur náðst grípa nefnilega til þess að svara bara alls ekki í síma þegar fréttastofan reynir að hafa samband. Fáir vilja láta hafa nokkuð eftir sér. Málið er eldfimt og skiptast menn þar í tvö horn. Meðan margir eru á því að um sé að ræða sársaukafulla og lífsnauðsynlega hreinsun tala aðrir um galdrafár.Atla Rafn Sigurðarsyni hefur verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/ErnirUmdeild uppsögn Atla Rafns Umdeild er uppsögn Kristínar Eysteinsdóttur leikhússtjóra Borgarleikhússins á Atla Rafni en fáeinir dagar eru í frumsýningu á jólasýningunni Medea. Verkið var svo gott sem tilbúið og ljóst að leikhúsið stendur frammi fyrir verulegu tjóni. Tvennum sögum fer af tildrögum þeirrar uppsagnar en Kristín hefur varist allra frétta. Þó látið þess getið að hún, framkvæmdastjóri hússins sem og stjórn hafi verið einhuga í að grípa til þessa ráðs. Ákvörðunin hafi verið tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli. Hún segir að Atla Rafni hafi verið gerð grein fyrir ástæðum uppsagnarinnar. Því er Atli Rafn ósammála og segir brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana. Honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut. Atli hefur líkt og Kristín ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins.Kristín Eysteinsdóttir hefur gegnt stöðu leikhússtjóra frá árinu 2014.BorgarleikhúsiðTár féllu í leikhúsinu Fundað var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem leikhússtjóri ræddi við starfsmenn hússins. Þar beindu nokkrir leikarar og leikstjórar erfiðum spurningum að leikhússtjóra sem snéru að uppsögn Atla Rafns. Víst er að málið er eldfimt innan veggja hússins en hins vegar hefur reynst erfitt að afla upplýsinga um hvað nákvæmlega fór fram. Einn heimildarmanna Vísis lét þess þó svo getið að á fundinum hafi fallið tár. Metoo-frásagnir sviðslistakvenna hafa þannig hrundið af stað atburðarás sem ómögulegt er að segja hvernig endar. Nánast víst má telja að fleiri frásagnir eiga eftir að fylgja í kjölfarið.Þórir Sæmundsson var ein af stjörnum Þjóðleikhússins í fyrra.Vísir/GVATyppamyndirnar hans Þóris Greint var frá því síðla í síðasta mánuði að Þóri Sæmundssyni leikara hefði verið vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu á menntaskólaaldri. Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter. Þórir sker sig að nokkru úr hópnum því fyrir liggur játning af hans hálfu á þeim atvikum sem um ræðir. Hann hefur gengist við því opinberlega að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun og áreitt konur. Þá segist Þórir ekki vera í lykilhlutverkum í neinum þeirra sagna sem fram koma í metoo-hópi sviðslistakvenna.Stefán Jónsson segist hafa sýnt fulla iðrun í sáttarferli með fyrrverandi nemenda við Listaháskóla Íslands.Vísir/StefánMórölsk ábyrgð StefánsVísir greindi svo frá því í dag að Stefán Jónsson hafi stigið til hliðar. Hann hefur verið farsæll leikari og leikstjóri áratugum saman – en undanfarin ár hefur hann gegnt stöðu fagstjóra á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands. Stefán segist í samtali við Vísi hafa tekið pistil Birnu Rúnar Eiríksdóttur leikkonu til sín en hún greindi frá erfiðum tíma við skólann; þörf leikstjóra fyrir því að hún væri kynþokkafull eða sýndi hold þegar hún teldi það alls ekkert eiga við. Sömuleiðis leikstjórar sem eigi erfitt með að hún standi með sjálfri sér, þarfnist þeirra ekki og beiti því andlegu ofbeldi. „Til að sýna að okkur og mér væri full alvara að rísa undan móralskri ábyrgð. Gera það sem ég gat, að sýna auðmýkt í þessum aðstæðum,“ segir Stefán í samtali við Vísi um ástæður þess að hann steig til hliðar. Hann sagðist iðrast gjörða sinna og sættir hefðu náðst.Í aðgerðaráætlun á vef LHÍ kemur fram að Birna og tveir nemendur til viðbótar hafi komið á fund forseta deildarinnar. Athugasemdir þeirra hafi snúið að fjórum kennurum við skólann.Vill skapa vinnufrið og sýna samstöðu Sá fjórði sem hverfur af vettvangi, um stundarsakir í það minnsta, er svo annar kennari við sviðslistadeild LÍ, leikari og leikstjóri, Stefán Hallur Stefánsson. Hann segir að þessi ákvörðun tengist vissulega #metoo byltingunni en þó ekki ákveðnum sögum sem birtar hafa verið. „Heldur þeirri þörfu umræðu sem að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa átt við stjórnendur skólans. Þetta tengist þessum þörfu breytingum sem þarf að gera í kjölfarið af þessari umræðu og bara til að axla ábyrgð og skapa frið, vinnufrið, og sýna samstöðu með þessari byltingu í rauninni. Að axla sína ábyrgð og hlusta og breyta í samræmi við sýna samvisku,“ segir Stefán Hallur.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús Menning MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira