Mikill vöxtur á netverslun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2017 19:56 Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur. Neytendur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Dæmi eru um að innlend netverslun hafi aukist um sextíu prósent milli ára fyrir jólin. Raftæki, bækur og leikföng eru vinsælustu vörurnar fyrir jólin og koma allt upp í fimm þúsund pantanir á dag hjá þjónustuaðilum, stærstu daga ársins. Tilfinning framkvæmdastjóra Samtaka Verslunar og þjónustu er að jólaverslun hafi verið ansi góð þetta árið, enda fari hún hönd í hönd við kaupmátt þjóðarinnar. Netverslun er þar ekki undanskilin. „Síðasta árið, það er að segja frá 2015 til 2016, jókst hún um á milli sextíu og sjötíu prósent, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það eru allar vísbendingar sem benda til þess að aukningin verði ekki minni í ár. „Það sem er áhyggjuefni fyrir okkur í hagsmunagæslunni er hins vegar það að of stór hluti af þessari aukningu er erlend netverslun. Samtök verslunar og þjónustu hafa reynt að snúa vörn í sókn og upplýsa félagsmenn um nýjustu tækni. „Það er í rauninni það mikilvægasta fyrir atvinnurekendur í verslun í dag. Að vera sífellt á tánum og tileinka sér þessa nýju tækni sem kemur með sífellt auknum hraða á hverju ári og liggur við oftar,“ segir Andrés.Mun meiri aukning en áður Heimkaup.is hefur beint algjörlega sjónum að netverslun og mætti segja að hafi tileinkað sér nýja tækni og aðferðir í faginu. Og framkvæmdastjóri segir netverslunina blómstra í desember. „Hún hefur orðið meiri en við áttum von á og meiri aukning en við höfum séð,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa. „Við höfum oft séð aukningu en það sem af er desember erum við með sextíu prósent aukningu á milli ára. Sem er mun meira en við höfum séð áður.“ Guðmundur segir sannarlega vera samkeppni við erlenda netverslun en desember sé mánuðurinn þeirra. „Við sendum samdægurs. Þannig að fólk, svona, eftir sem að líður nær jólum, hættir hjá þeim en þetta fer upp hjá okkur á móti.“ Guðmundur segir fólk treysta betur á heimsendingarþjónustu en áður og að vinsælustu jólagjafirnar í netversluninni séu raftæki, bækur og leikföng. Aðal kúnnarnir eru ungar konur á framabraut. „Konur, kannski á aldrinum 25 til 35 eru mjög áberandi og kannski alveg upp í 45. Þetta eru 75 prósent viðskiptanna. Þessar konur. Þær hafa lítinn tíma og vilja þægindin. Þetta er okkar sterkasti hópur. Langsterkasti,“ segir Guðmundur.
Neytendur Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira