Tólf til fimmtán þúsund manns í Kringluna á aðfangadag Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. desember 2017 13:15 Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök. Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir. „Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson. Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun. „Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár. „Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur. Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum. „Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“ Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Tólf til fimmtán þúsund manns fara í Kringluna á aðfangadag til að klára jólainnkaupin. Kaupmaður sem hefur staðið vaktina í áratugi segir jólin ekki koma án þess að vera bakvið búðarborðið og að stemningin á aðfangadag sé alveg einstök. Verslanir voru opnar til klukkan tólf í miðbæ Reykjavíkur í dag og í verslunarmiðstöðvunum, Kringlunni og Smáralind, var opið til klukkan eitt. Verslanir Kringlunnar opnuðu klukkan 10 í morgun og fyrstu viðskiptavinirnir voru mættir á slaginu tíu. Framkvæmdastjóri Kringlunnar er sérlega ánægður með hve margir sýndu hlýhug í verki og settu jólagjöf undir tréð handa börnum á Íslandi sem fá engar eða fáar gjafir. „Í ár erum við að telja næstum því 10.000 gjafir sem bera landanum fagurt vitni um hlýjan hug og samhug á þessari stund barnanna,“ segir Sigurjón Örn Þórðarson. Sigurjón segir kaupmenn líka sátta við jólavertíðina sem hefur verið góð í ár þrátt fyrir utanlandsferðir landans og netverslun. „Hvað varðar aðfangadag sjálfan þá koma á bilinu 12 til 15 þúsund á þessum þremur klukkutímum. Það eru margir á síðustu stundu þannig að það er mikil ástæða til þess að hafa opið.“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, verslunarstjóri Herragarðsins, hefur staðið vaktina á aðfangadag í nítján ár. „Það er brjálað að gera á aðfangadag og alltaf verið. Mennirnir eru að ná í skyrturnar sem þeir eiga ekki til heima og konan að redda síðustu gjöfinni þannig að það er alltaf nóg að gera,“ segir Vilhjálmur. Og jólaverslunin er fastur liður í hátíðarhöldunum. „Jólin væru ekki til nema þetta væri. Jólin fyrir mér er að vinna í þessum bransa og aðstoða. Það er ómissandi og ég veit ekki hvað ég ætti að gera annað.“
Jól Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira