Kofi Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu til útleigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. desember 2017 08:00 Víkingaskjöldur er fyrir ofan innganginn að kofanum sem Hrafn leigir út á Airbnb. Airbnb/Hrafn Jökulsson „Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb. Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Yndislegur staður“, „einstök hönnun“ og „geggjaðir gestgjafar“. Á þennan veg hljóma umsagnir gesta sem hafa leigt víkingakofa kvikmyndaleikstjórans Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu undanfarna mánuði. Hrafn er með kofann til leigu í gegnum leigusíðuna Airbnb sem nokkur þúsund Íslendingar nýta sér, ýmist endrum og sinnum eða hafa meginþorra tekna sinna af viðskiptum í gegnum síðuna. Verðið er 22 þúsund krónur nóttin. Gestir virðast kunna vel að meta nuddpottinn. Nuddpotturinn slær í gegn Í lýsingu á kofanum kemur fram að hann sé 39 fermetrar og þar geti allt að fjórir gist. Þar er stærðarinnar sturta, nuddpottur, hiti í gólfi, þvottavél og eldhús. Þá sé stutt að fara út að strönd og staðsetningin sé frábær til að skima um eftir norðurljósum. Engar veislur eða viðburðir eru þó leyfðar á lóðinni, reykingar bannaðar og vera gæludýra afþökkuð. Sjö hafa veit Hrafni umsögn og hafa þær verið á einn veg, fimm og aftur fimm stjörnur, frá því útleiga hófst í sumar. Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/Daníel „Ég naut þess sérstaklega að geta slakað á í nuddpottinum eftir langt flug,“ segir einn gestur. „Hlýtur að vera eftirsóttasta gistingin í Reykjavík!“ segir annar. Þá er Hrafni og konu hans Yairu endurtekið þökkuð gestrisnin.Rúmið í víkingakofanum hans Hrafns.Airbnb/Hrafn GunnlaugssonUmboðsmaður borgarbúa ósátturKofinn er á lóð Hrafns í Laugarnesinu þar sem Hrafn býr ásamt konu sinni. Óhætt er að segja að lóðin sé einstök að því leyti að Hrafn hefur komið upp ýmsum skúlptúr í anda víkinganna sem verið hafa honum innblástur fjölda kvikmynda í gegnum árin.Töluverður styr hefur staðið um lóðina og hefur Hrafn staðið í stappi við Reykjavíkurborg um árabil vegna óleyfisframkvæmda á lóðinni. Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði meðal annars Myrkrahöfðingjanum og Hrafninn flýgur.visir/gvaUmboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög harðorður í garð borgarinnar og sagt borgina bera að framfylgja ákvörðunum sínum um að fjarlægja byggingar sem reistar hafi verið í óleyfi.Íbúð Hrafns á Airbnb.
Airbnb Hús og heimili Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00 „Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Það mega margir verða voða hneykslaðir á mér, ég hef bara gaman af því“ Hrafn Gunnlaugsson rifjaði upp umræðu um kynferðislega áreitni í útvarpsráði og viðbrögð frægrar leikkonu við þeirri henni. 26. nóvember 2017 14:00
„Maður veltir því fyrir sér hvort garðyrkjustjóri hafi ekkert betra að gera“ Hrafn Gunnlaugsson var ósáttur við að verið væri að rífa upp tröllahvönnina. 21. júlí 2017 20:29