Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2016 11:57 Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels