Áttræð hættir að hjúkra jafnöldrum til að komast í ræktina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. desember 2017 21:00 Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Gíslína Erla, eða Erla eins og hún er alltaf kölluð, hefur starfað við hjúkrun í 34 ár eða frá því hún var á fimmtugsaldri. Hún nýtur starfsins og ákvað því að mennta sig í faginu. „Ég fór að læra félagsliðann þegar ég var 68 ára og útskrifaðist sjötug,“ segir Erla sem er að verða áttræð og hefur ákveðið að fara á eftirlaun um áramótin. „Ég hef nú oft ætlað að hætta en aldrei orðið af því. En nú er aldurinn orðinn það mikill að nú hætti ég að vinna og fer að sinna öðru. Það er margt sem ég get gert - ég hef alltaf nóg að gera. Það er sundið, sundleikfimi og ræktin, og sumarbústaðurinn.“ Erla segist hafa notið starfsins alla tíð og að vaktavinna henti sér vel. „Ég hef unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir og tek næturvaktir enn í dag,“ segir Erla en næturvaktirnar eru í sérlegu uppáhaldi. „Ég er b-manneskja," segir hún. Erla er eldri en margir skjólstæðingarnir sem hún hjúkrar og verkefnin geta verið ansi krefjandi, bæði andlega og líkamlega. En hún segist vera þakklát fyrir góða heilsu og samstarfsmenn bera henni vel söguna. „Erla er náttúrulega bara frábær starfsmaður. Hún tekur aldrei veikindadaga, kemur alltaf í vinnuna og gefur þessum tvítugu ekkert eftir - hún er mjög dugleg," segir Íris Dögg Guðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Eir. Bæði samstarfsmenn og skjólstæðingar segjast kveðja Erlu með miklum söknuði og sama segir Erla sem nýtur þess að vinna með eldra fólki. „Það er mjög skemmtilegt og gefandi að sinna því og það er alltaf mjög þakklátt fyrir allt sem gert er fyrir það,“ segir hún en hún hefur eignast marga góða vini í gegnum starfið og ætlar að koma í heimsókn eftir að hún lýkur störfum. „Já, það ætla ég að gera. Mér þykir vænt um staðinn og skjólstæðingana og starfsfólkið og mun halda áfram að koma hingað.“
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira