Skemmta fólki með myrkum jólakortum Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Jónas Breki og Gúrý í gervi hryllingstrúðsins Pennywise ásamt börnunum, Ísabellu og Breka yngri, sem eins og foreldrarnir taka jólagrínið mjög hátíðlega. Hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnbogadóttir, fata- og skartgripahönnuður, eru hrifin af drungalegri hliðum tilverunnar eins og myndin á jólakorti þeirra í ár ber með sér. „Þetta er þriðja árið sem við látum taka mynd af okkur með jólasveininum í Tívolíinu. Í fyrra vorum við með hauskúpur málaðar framan í okkur og núna ákváðum við að vera trúðurinn Pennywise úr IT,“ segir Gúrý. Þau Gúrý og Jónas hafa búið í Danmörku um langt árabil. Á vinnustofu sinni hafa þau meðal annars unnið að skartgripalínum sínum Breki og Zero6. Breki er þekktur fyrir hauskúpuhringa sína sem eru áhugamál allrar fjölskyldunnar.Trúðurinn ógurlegi sem er fyrirmynd íslensku Addams-fjölskyldunnar.„Við vorum að horfa á myndina um daginn og fannst hann upplagður. Við erum með vinnustofuna á HøjBro Plads við hliðina á Strikinu og þangað fórum við til þess að mála okkur. Síðan gengum við gegnum allt Strikið í jólaösinni til þess að ná okkur í rauðar blöðrur, sem eru alveg ómissandi.“ Þau vöktu að vonum mikla athygli. Sumum var nokkuð brugðið og Gúrý segir að eitthvað hafi verið um skelkuð börn. Tívolígestir voru ekki síður hissa og einhverjir bentu þeim á að Hrekkjavakan væri löngu liðin. „Jólasveinninn var sá sami og í fyrra og hann þekkti okkur aftur og tók Halloween-fjölskyldunni fagnandi. Krakkarnir eru með okkur í þessu af lífi og sál og skólasystkin Ísabellu, dóttur okkar, öfunda hana af því hversu fjölskyldan er öðruvísi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við séum ekki hefðbundin fjölskylda,“ segir Gúrý og bætir við að Addams-fjölskyldan sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gúrý segir vini og vandamenn vera farna að reikna með einhverju gráu gríni í jólakortum fjölskyldunnar, ef ekki beinlínis farna að ætlast til þess. Þetta er því orðin jólahefð og hverju sem þau taka upp á að ári segir hún öruggt að útlitið á þeim verði skuggalegt. Börnin hafa erft hauskúpuáhugann frá foreldrunum. Ísabella byrjaði að hanna hringa með pabba sínum fyrir nokkrum árum og hefur þegar gert tvær línur. „Hún er með annan fótinn í þessu og Breki litli er að gera sína fyrstu hauskúpulínu. Hann er enn að æfa þolinmæðina sem þarf í þetta enda er hann bara sex ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira
Hjónin Jónas Breki Magnússon gullsmiður og Gúrý Finnbogadóttir, fata- og skartgripahönnuður, eru hrifin af drungalegri hliðum tilverunnar eins og myndin á jólakorti þeirra í ár ber með sér. „Þetta er þriðja árið sem við látum taka mynd af okkur með jólasveininum í Tívolíinu. Í fyrra vorum við með hauskúpur málaðar framan í okkur og núna ákváðum við að vera trúðurinn Pennywise úr IT,“ segir Gúrý. Þau Gúrý og Jónas hafa búið í Danmörku um langt árabil. Á vinnustofu sinni hafa þau meðal annars unnið að skartgripalínum sínum Breki og Zero6. Breki er þekktur fyrir hauskúpuhringa sína sem eru áhugamál allrar fjölskyldunnar.Trúðurinn ógurlegi sem er fyrirmynd íslensku Addams-fjölskyldunnar.„Við vorum að horfa á myndina um daginn og fannst hann upplagður. Við erum með vinnustofuna á HøjBro Plads við hliðina á Strikinu og þangað fórum við til þess að mála okkur. Síðan gengum við gegnum allt Strikið í jólaösinni til þess að ná okkur í rauðar blöðrur, sem eru alveg ómissandi.“ Þau vöktu að vonum mikla athygli. Sumum var nokkuð brugðið og Gúrý segir að eitthvað hafi verið um skelkuð börn. Tívolígestir voru ekki síður hissa og einhverjir bentu þeim á að Hrekkjavakan væri löngu liðin. „Jólasveinninn var sá sami og í fyrra og hann þekkti okkur aftur og tók Halloween-fjölskyldunni fagnandi. Krakkarnir eru með okkur í þessu af lífi og sál og skólasystkin Ísabellu, dóttur okkar, öfunda hana af því hversu fjölskyldan er öðruvísi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við séum ekki hefðbundin fjölskylda,“ segir Gúrý og bætir við að Addams-fjölskyldan sé í miklu uppáhaldi hjá þeim. Gúrý segir vini og vandamenn vera farna að reikna með einhverju gráu gríni í jólakortum fjölskyldunnar, ef ekki beinlínis farna að ætlast til þess. Þetta er því orðin jólahefð og hverju sem þau taka upp á að ári segir hún öruggt að útlitið á þeim verði skuggalegt. Börnin hafa erft hauskúpuáhugann frá foreldrunum. Ísabella byrjaði að hanna hringa með pabba sínum fyrir nokkrum árum og hefur þegar gert tvær línur. „Hún er með annan fótinn í þessu og Breki litli er að gera sína fyrstu hauskúpulínu. Hann er enn að æfa þolinmæðina sem þarf í þetta enda er hann bara sex ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Sjá meira