Aðeins fimm aðrir leikmenn hafa gefið 25 stoðsendingar eða meira í einum og sama leiknum í sögu NBA; Scott Skiles, John Stockton, Kevin Johnson, Nate McMillan og Isiah Thomas. Skiles á metið yfir flestar stoðsendingar í leik (30).
Rondo skoraði sjálfur aðeins tvö stig í leiknum gegn Brooklyn í nótt en bjó til 58 stig með stoðsendingum sínum.
Þetta var persónulegt stoðsendingamet á ferli Rondos og met í sögu New Orleans. Chris Paul átti gamla metið (21 stoðsending).
New Orleans hefur unnið þrjá leiki í röð, alla með 14 stigum eða meira.