Erlent

Rússar gagnrýna auknar eldflaugavarnir Japana

Samúel Karl Ólason skrifar
Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands.
Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands. Vísir/AFP
Yfirvöld Rússlands segja að sú ákvörðun Japana að bæta eldflaugavarnir sínar verulega með bandarískum ratsjám og flugskeytum muni koma niður á sambandi ríkjanna. Enn fremur, þá sé það brot á langvarandi samningi Rússlands og Bandaríkjanna. Japanar ákváðu að auka varnargetu sína vegna aukinnar ógnar frá Norður-Kóreu.

„Aðgerðir sem þessar eru ekki í anda þess að byggja upp hernaðarlegt og pólitískt traust á milli Rússlands og Japan,“ sagði Maria Zakharova, talskona Utanríkisráðuneytis Rússlands, í dag. Hún sagði einnig að eldflaugavarnirnar myndu hafa neikvæð áhrif á samband ríkjanna og koma niður á mögulegum friðarsamningi á milli Rússlands og Japan.



Rússland og Japan sömdu aldrei formlega um frið eftir seinni heimsstyrjöldina vegna deilna um nokkrar eyjur í Kyrrahafinu.

Sjá einnig: Sækjast eftir langdrægari flugskeytum



Zakharova sagði einnig að uppsetning varnarkerfisins væri brot á samningi Rússlands og Bandaríkjanna um meðaldrægar kjarneldflaugar. Það væri vegna þess að auk þess að nota kerfið til að skjóta niður eldflaugar væri einnig hægt að nota það til skjóta eldflaugum á loft.



„Sama hvað rök eru notuð til að útskýra ákvörðunina, er ljóst að um uppsetning varnarkerfisins eru enn einn liðurinn í því að skapa bandarískt eldflaugavarnarkerfi sem spannar Asíu og Kyrrahafið,“ sagði Zakharova.


Tengdar fréttir

Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“

"Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu

Betrumbæta eldflaugavarnir Japan

Itsunori Onodera, varnarmálaráðherra Japan, segir að um varúðarráðstöfun sé að ræða sem gerir Japönum kleift að bregðast við neyðartilfellum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×