Skúli Óskarsson tekinn í Heiðurshöll ÍSÍ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 20:15 Skúli Óskarsson tekur við viðurkenningunni í kvöld vísir/ernir Skúli Óskarsson var tekinn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld. Austfirðingurinn og fyrrum kraftlyftingamaðurinn setti heimsmet í réttstöðulyftu árið 1980 og var tvisvar kjörinn íþróttamaður ársins, árin 1978 og 1980. Skúli hóf kraftlyftingar á sjöunda áratugnum og keppti á sínu fyrsta móti árið 1970. Hann setti hvert Íslandsmetið á fætur öðru á komandi árum og náði silfri í léttvigtarflokki á Heimsmeistaramótinu árið 1978. Skúli lyfti 315,15 kg í réttstöðulyftu árið 1980, sem var heimsmet. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur setti heimsmet í almennt viðurkenndri íþrótt. Skúli náði þó aldrei að vinna heimsmeistaratitil, eitt silfur og tvö bronsverðlaun urðu að nægja. Hann átti þó þrjá Norðurlandameistaratitla og fjölmarga titla innanlands. Vilhjálmur Einarsson var fyrstur útnefndur í Heiðurshöllina í janúar 2012. Síðan þá hafa fimmtán aðrir fylgt eftir Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guðmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharður Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson og Jón Kaldal. Skúli er því sá sautjándi sem tekinn er í Heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ var stofnuð árið 2012 og er það framkvæmdastjórn ÍSÍ sem útnefnir einstaklinga í heiðurshöllina. Heiðurshöllinn var sett á laggirnar til þess að skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum. Aðrar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira
Skúli Óskarsson var tekinn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna sem fram fór í Hörpu í kvöld. Austfirðingurinn og fyrrum kraftlyftingamaðurinn setti heimsmet í réttstöðulyftu árið 1980 og var tvisvar kjörinn íþróttamaður ársins, árin 1978 og 1980. Skúli hóf kraftlyftingar á sjöunda áratugnum og keppti á sínu fyrsta móti árið 1970. Hann setti hvert Íslandsmetið á fætur öðru á komandi árum og náði silfri í léttvigtarflokki á Heimsmeistaramótinu árið 1978. Skúli lyfti 315,15 kg í réttstöðulyftu árið 1980, sem var heimsmet. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur setti heimsmet í almennt viðurkenndri íþrótt. Skúli náði þó aldrei að vinna heimsmeistaratitil, eitt silfur og tvö bronsverðlaun urðu að nægja. Hann átti þó þrjá Norðurlandameistaratitla og fjölmarga titla innanlands. Vilhjálmur Einarsson var fyrstur útnefndur í Heiðurshöllina í janúar 2012. Síðan þá hafa fimmtán aðrir fylgt eftir Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir, Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pétursson, Albert Guðmundsson, Kristín Rós Hákonardóttir, Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Guðmundsson, Gunnar A. Huseby, Torfi Bryngeirsson, Ríkharður Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir, Guðmundur Gíslason, Geir Hallsteinsson og Jón Kaldal. Skúli er því sá sautjándi sem tekinn er í Heiðurshöllina. Heiðurshöll ÍSÍ var stofnuð árið 2012 og er það framkvæmdastjórn ÍSÍ sem útnefnir einstaklinga í heiðurshöllina. Heiðurshöllinn var sett á laggirnar til þess að skapa vettvang til að setja á frekari stall framúrskarandi fólk og skapa minningar í máli og myndum af þeirra helstu afrekum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Sjá meira