Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 16:19 Persónuafsláttur hækkar um 1,9 prósent í ársbyrjun. Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020. Skattar og tollar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020.
Skattar og tollar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira