Helstu skattbreytingar 2018: Persónuafsláttur og barnabætur hækka Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 16:19 Persónuafsláttur hækkar um 1,9 prósent í ársbyrjun. Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020. Skattar og tollar Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira
Stjórnarráð Íslands birti í dag yfirlit yfir helstu efnisatriði skattbreytinga sem verða á árinu 2018. Í yfirlitinu er tekið fram að breytingarnar, sem taka gildi þann 1. janúar næstkomandi, séu færri en oft áður.Persónuafsláttur og þrepamörk hækka Helstu breytingarnar sem verða á tekjuskatti einstaklinga í upphafi árs er hækkun persónuafsláttar um 1,9 prósent og þrepamarka um 7,1 prósent. Á vef Stjórnarráðsins segir að skattleysismörkin í staðgreiðslu verði tæplega 152 þúsund á mánuði eftir breytinguna, að teknu tilliti til frádráttar 4 prósenta iðgjalds í lífeyrissjóð. Þrepamörkin á milli skattþrepa hækka úr 844.707 krónum í 893.713 krónur á mánuði. Tafla með upplýsingum um skatthlutföll, persónuafslátt, skattleysismörk og þrepamörk 2017 og 2018 er aðgengileg á vef Stjórnarráðsins.Fjármagnstekjuskattur hækkar en frítekjumarkið einnigBarnabætur koma til með að hækka um 8,5 prósent nú í ársbyrjun. Þá hækka tekjuskerðingarmörk um 7,4 prósent á milli ára. Í yfirlitinu er tekið dæmi um hækkun tekjuskerðingarmarka en þau koma til með að hækka úr 225 þúsund krónum á mánuði í 242 þúsund hjá einstæðingum og úr 450 þúsund krónum í 483 þúsund krónur hjá hjónum og sambýlisfólki. Þá hækkar fjármagnstekjuskattur úr 20 prósentum í 22 prósent er breytingarnar taka gildi en frítekjumark vaxtatekna einstaklinga hækkar meðfram þessu úr 125 þúsund í 150 þúsund krónur. Tekið er fram í yfirlitinu að þetta þýði að flestir greiðendur muni í reynd ekki greiða hærri skatta en áður.Útvarpsgjöld hækka og rafbílar enn undanþegnir virðisaukaskatti Nefskattarnir svokölluðu, það er að segja útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra kemur til með að hækka um 2 prósent um áramótin. Krónutölugjöld á tóbak, áfengi, eldsneyti og fleira hækka einnig sem nemur tveimur prósentum. Þá verður heimild til þess að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki við innflutning og skattskylda sölu nýrra rafbíla, vetnisbíla og tvinnbíla framlengd. Heimildin átti að renna út um áramótin en hún hefur nú verið framlengd til ársloka 2020.
Skattar og tollar Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira