Aldrei fleiri leitað á Neyðarmóttökuna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 18:20 187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu. Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni, telur að aukin umræða um málaflokkinn hafi áhrif á þróunina. Árið 1993, þegar Neyðarmóttakan fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum var stofnuð leituðu 43 þolendur kynferðisofbeldis þangað. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og hvað mest síðustu ár. Árið 2014 leituðu 123 sér aðstoðar á Neyðarmóttökuni og 50 lögðu fram kæru. Árið 2015 komu 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Í fyrra voru svo 169 komur skráðar og voru 68 mál kærð til lögreglu. Nú þegar tveir dagar eru eftir af árinu hafa 187 einstaklingar leitað á Neyðarmóttökuna en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Hildur Dís telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Ég held að það sé í raun bara aukin umræða í þjóðfélaginu um þennan málaflokk. Eins líka kannski að fólk viti betur hvert það eigi að leita og geti þá frekar komið til okkar,“ segir Hildur Dís.Að meðaltali sextán á mánuði Í ár hafa komur á Neyðarmóttökuna verið að meðaltali sextán á mánuði og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá því í fyrra. Hildur bendir á að komurnar séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kannski minnst sem eru að koma á milli átta og fjögur á dagvinnutíma en þetta er allur sólarhringurinn allan ársins hring. Sumir mánuðir eru minni. Sumir eru stærri. Það fer bara svolítið eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þetta eru konur í meirihluta, 18-35 ára,“ segir Hildur. Ekki er búið að taka það saman hve margir af þeim 187 einstaklingum sem leituðu til Neyðarmóttökunnar í ár hafa kært málin til lögreglu. „En það er minnihluti mála sem fara alla leið í kæru en lögreglan hefur aftur á móti aðkomu að mörgum málum,“ segir Hildur Dís. Landspítalinn Tengdar fréttir Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
187 hafa leitað á Neyðarmóttöku kynferðisbrota hjá Landspítalanum í ár en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Minnihluti málanna er kærður til lögreglu. Hildur Dís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni, telur að aukin umræða um málaflokkinn hafi áhrif á þróunina. Árið 1993, þegar Neyðarmóttakan fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum var stofnuð leituðu 43 þolendur kynferðisofbeldis þangað. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og hvað mest síðustu ár. Árið 2014 leituðu 123 sér aðstoðar á Neyðarmóttökuni og 50 lögðu fram kæru. Árið 2015 komu 133 á neyðarmóttökuna og 62 kærðu málið til lögreglu. Í fyrra voru svo 169 komur skráðar og voru 68 mál kærð til lögreglu. Nú þegar tveir dagar eru eftir af árinu hafa 187 einstaklingar leitað á Neyðarmóttökuna en það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Hildur Dís telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Ég held að það sé í raun bara aukin umræða í þjóðfélaginu um þennan málaflokk. Eins líka kannski að fólk viti betur hvert það eigi að leita og geti þá frekar komið til okkar,“ segir Hildur Dís.Að meðaltali sextán á mánuði Í ár hafa komur á Neyðarmóttökuna verið að meðaltali sextán á mánuði og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá því í fyrra. Hildur bendir á að komurnar séu jafnt og þétt yfir allt árið. „Kannski minnst sem eru að koma á milli átta og fjögur á dagvinnutíma en þetta er allur sólarhringurinn allan ársins hring. Sumir mánuðir eru minni. Sumir eru stærri. Það fer bara svolítið eftir því hvað er í gangi í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þetta eru konur í meirihluta, 18-35 ára,“ segir Hildur. Ekki er búið að taka það saman hve margir af þeim 187 einstaklingum sem leituðu til Neyðarmóttökunnar í ár hafa kært málin til lögreglu. „En það er minnihluti mála sem fara alla leið í kæru en lögreglan hefur aftur á móti aðkomu að mörgum málum,“ segir Hildur Dís.
Landspítalinn Tengdar fréttir Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58 Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Kynferðisbrot í höfuðborginni tólf prósent fleiri á árinu Samkvæmt bráðabirgðatölum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tilkynnt kynferðisbrot tólf prósent fleiri en á síðasta ári. Um helmingur þeirra eru nauðganir. 29. desember 2017 17:58
Umtalsverður munur á öryggi kynjanna í miðborginni Í árlegri könnun á viðhorfum til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim kemur meðal annars fram að umtalsverður munur sé á öryggi kynjanna í miðborginni og að íbúar í Breiðholti og Kópavogi væru marktækt líklegri en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu til þess að hafa aldrei upplifað ótta við að verða fyrir afbroti á síðasta ári. 23. desember 2017 12:10