Óvænt tap Brady og félaga í Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2017 10:30 Jordan Phillips reynir að verjast sendingu frá Tom Brady í leiknum. Vísir/Getty Meistararnir í New England Patriots máttu þola óvænt tap fyrir Miami Dolphins í NFL-deildinni í nótt, 27-20. Tom Brady, sem hefur verið magnaður á tímabilinu, var langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kláraði aðeins 24 af 43 sendingum sínum, kastaði samtals 233 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann kastaði jafnframt boltanum tvívegis í hendur varnarmanns Miami - í bæði skiptin til Xavien Howard sem átti stórleik. Patriots tókst enn fremur ekki að ná í endurnýjun í þriðju tilraun í ellefu tilraunum en slíkt er fáheyrt, sérstaklega hjá jafn öflugu liði og Patriots.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL-deildarinnar. Leikstjórnandi Miami, reynsluboltinn Jay Cutler, átti hins vegar góðan leik og skoraði tvö snertimörk, í bæði skiptin með því að gefa á útherjann Jarvis Landry. Hlauparinn Kenyan Drake átti stórleik en hann var með tæpa 200 jarda samtals í leiknum. Miami náði forystunni snemma í leiknum og lét hana ekki af hendi. Patriots náði að minnka muninn í tíu stig þegar þrettán mínútur voru eftir. Gestunum tókst ekki að skora snertimark á lokamínútum leiksins og þar við sat. Miklu munaði um að innherjinn Rob Gronkowski var í banni í leiknum en hann snýr aftur á sunnudagskvöld, er Patriots mætir Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða Ameríkudeildarinnar.Sjá einnig:Dýrkeyptur sigur arnanna Steelers er þegar öruggt með sigur í norðurriðli deildarinnar en tryggir sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Patriots á sunnudag. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið í þeim leik. Viðureign Patriots og Steelers verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21.25 á sunnudag. Klukkan 18.00 verður leikur Green Bay Packers og Carolina Panthers sýndur en ágætar líkur eru á því að Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, snúi aftur eftir að hafa viðbeinsbrotnað fyrr á tímabilinu. NFL Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Meistararnir í New England Patriots máttu þola óvænt tap fyrir Miami Dolphins í NFL-deildinni í nótt, 27-20. Tom Brady, sem hefur verið magnaður á tímabilinu, var langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kláraði aðeins 24 af 43 sendingum sínum, kastaði samtals 233 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann kastaði jafnframt boltanum tvívegis í hendur varnarmanns Miami - í bæði skiptin til Xavien Howard sem átti stórleik. Patriots tókst enn fremur ekki að ná í endurnýjun í þriðju tilraun í ellefu tilraunum en slíkt er fáheyrt, sérstaklega hjá jafn öflugu liði og Patriots.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL-deildarinnar. Leikstjórnandi Miami, reynsluboltinn Jay Cutler, átti hins vegar góðan leik og skoraði tvö snertimörk, í bæði skiptin með því að gefa á útherjann Jarvis Landry. Hlauparinn Kenyan Drake átti stórleik en hann var með tæpa 200 jarda samtals í leiknum. Miami náði forystunni snemma í leiknum og lét hana ekki af hendi. Patriots náði að minnka muninn í tíu stig þegar þrettán mínútur voru eftir. Gestunum tókst ekki að skora snertimark á lokamínútum leiksins og þar við sat. Miklu munaði um að innherjinn Rob Gronkowski var í banni í leiknum en hann snýr aftur á sunnudagskvöld, er Patriots mætir Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða Ameríkudeildarinnar.Sjá einnig:Dýrkeyptur sigur arnanna Steelers er þegar öruggt með sigur í norðurriðli deildarinnar en tryggir sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Patriots á sunnudag. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið í þeim leik. Viðureign Patriots og Steelers verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21.25 á sunnudag. Klukkan 18.00 verður leikur Green Bay Packers og Carolina Panthers sýndur en ágætar líkur eru á því að Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, snúi aftur eftir að hafa viðbeinsbrotnað fyrr á tímabilinu.
NFL Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira