Frumkvöðlar netsins biðla til Bandaríkjastjórnar um að halda í nethlutleysi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 10:53 Bretinn Tim Berners-Lee hefur verið nefndur faðir veraldarvefsins. Hann skrifaði meðal annars fyrsta vefvafrann. Vísir/AFP Nokkrir af frumkvöðlum internetsins hafa ritað bandarískum þingmönnum opið bréf til varnar svonefnds nethlutleysis. Þeir hvetja Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna til þess að aflýsa fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um að afnema reglur sem settar voru í forsetatíð Baracks Obama. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um afnám reglnanna á fimmtudag. Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Gagnrýnendur hafa varað við því að ef nethlutleysi verði afnumið geti fjarskiptafyrirtækin rukkað meira fyrir ákveðna netnotkun eins og samfélagsmiðla eða efnisveitur. Þau geti einnig dregið úr hraða ákveðinna gagnaflutninga. Afnám reglnanna muni brjóta gegn grundvallarhugmyndum um opið internet fyrir alla.Aðsteðjandi ógn við internetiðNú hafa nokkrir helstu forgöngumenn netsins skrifað opið bréf þar sem þeir hvetja FCC til þess að falla frá hugmyndum um afnám reglnanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Tim Berners-Lee, Vint Cerf og Steve Wozniak, annar stofenda Apple, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tæknilega röng tillaga FCC sem var unnin í flýti um að afnema varnir fyrir nethlutleysi án þess að neitt komi í staðinn er aðsteðjandi ógn við internetið sem við lögðum svo hart að okkur að skapa. Hana ætti að stöðva,“ segir í bréfinu sem var sent nokkrum nefndum öldungadeildar Bandaríkjaþings. Repúblikanar sem stjórna FCC telja aftur á móti að afnám reglnanna muni auka samkeppni á fjarskiptamarkaði og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af netinu. Afnám nethlutleysis hefur mætt verulegar mótspyrnu netnotenda, þar á meðal á samfélagsmiðlasíðum eins og Reddit. Gagnrýnendur afnáms benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum sé aðeins eitt fjarskiptafyrirtæki á markaði. Íbúar þar geti því ekkert annað leitað ef þeir eru ósáttir við þjónustuna. Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Nokkrir af frumkvöðlum internetsins hafa ritað bandarískum þingmönnum opið bréf til varnar svonefnds nethlutleysis. Þeir hvetja Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna til þess að aflýsa fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um að afnema reglur sem settar voru í forsetatíð Baracks Obama. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um afnám reglnanna á fimmtudag. Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Gagnrýnendur hafa varað við því að ef nethlutleysi verði afnumið geti fjarskiptafyrirtækin rukkað meira fyrir ákveðna netnotkun eins og samfélagsmiðla eða efnisveitur. Þau geti einnig dregið úr hraða ákveðinna gagnaflutninga. Afnám reglnanna muni brjóta gegn grundvallarhugmyndum um opið internet fyrir alla.Aðsteðjandi ógn við internetiðNú hafa nokkrir helstu forgöngumenn netsins skrifað opið bréf þar sem þeir hvetja FCC til þess að falla frá hugmyndum um afnám reglnanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Tim Berners-Lee, Vint Cerf og Steve Wozniak, annar stofenda Apple, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tæknilega röng tillaga FCC sem var unnin í flýti um að afnema varnir fyrir nethlutleysi án þess að neitt komi í staðinn er aðsteðjandi ógn við internetið sem við lögðum svo hart að okkur að skapa. Hana ætti að stöðva,“ segir í bréfinu sem var sent nokkrum nefndum öldungadeildar Bandaríkjaþings. Repúblikanar sem stjórna FCC telja aftur á móti að afnám reglnanna muni auka samkeppni á fjarskiptamarkaði og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af netinu. Afnám nethlutleysis hefur mætt verulegar mótspyrnu netnotenda, þar á meðal á samfélagsmiðlasíðum eins og Reddit. Gagnrýnendur afnáms benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum sé aðeins eitt fjarskiptafyrirtæki á markaði. Íbúar þar geti því ekkert annað leitað ef þeir eru ósáttir við þjónustuna.
Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14