Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2017 17:15 Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. Samningur Gísla við FH rennur út í vor og hann gengur þá í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar. Hjörtur Hjartarson ræddi um mál Gísla við umboðsmanninn Arnar Frey Theodórsson í Akraborginni á dögunum. „Nú þarf ég að geta sett mig í nokkur hlutverk. Sem FH-ingur er ég mjög sár að mitt félag fái ekki fullt af peningum fyrir leikmann sem þeir selja út. Sama á við um Óðinn [Þór Ríkharðsson]. Ég veit ekkert hvort þeir fá pening fyrir hann,“ sagði Arnar. „Þetta kemur niður á einn punkt. Hvað segir samningurinn hans? Þegar menn semja hljóta þeir að vera sammála því sem er í samningnum. Ef þetta er ekkert rætt í samningnum eða í samningaferlinu hljóta menn að vera sáttir með þessa niðurstöðu. Þú getur ekkert kvartað. Þú samdir svona og þannig er það bara.“ FH getur sótt um uppeldisbætur fyrir Gísla til EHF. Arnar hefur ákveðnar skoðanir á þeim. „Þau eru frekar skrítin að mínu mati og kolólögleg. Segjum að Gísli fari næsta sumar og það er ekki búið að semja um þessi uppeldisgjöld við félagið þarf samt að borga FH fyrir samningslausan leikmann. Bosman-málið var um þetta. Samt er handboltinn enn með þessar reglugerðir,“ sagði Arnar en félagið sem kaupir samningsbundinn leikmann þarf einnig að greiða landssambandinu ákveðna upphæð ef hann hefur spilað landsleiki. „Þessi upphæð er sett en það má semja um hana. Hún er 800 evrur fyrir hvert tímabil sem þú spilar landsleik eða ert á skýrslu í opinberum landsleik. Þetta safnast upp frá 16 til 23 ára aldurs. Ef þú skiptir eftir 23 ára eru engin uppeldisgjöld. Fyrir félagslið þarftu að vera með atvinnumannasamning og það kostar 2500 evrur fyrir hvert tímabil,“ sagði Arnar sem er m.a. umboðsmaður Arons Pálmarssonar sem fór einmitt frá FH til Kiel fyrir átta árum. Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér að ofan. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Óraunverulegt að tala við Alfreð um að spila fyrir Kiel Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar að nýta hvern einasta dag sem hann fær undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. 6. desember 2017 11:00 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-33 | FH komið með þriggja stiga forskot Afturelding komst ekki nær efstu deildum Olís-deildar karla í kvöld er liðið varð að sætta sig við tap gegn toppliði FH. 11. desember 2017 21:45 Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32 Kiel að fá „hinn nýja Aron Pálmarsson“ Ungstirnið úr Hafnarfirði fer út jafngamall og til sama liðs og Aron Pálmarsson fyrir átta árum. 6. desember 2017 13:30 Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur í raðir þýska stórliðsins Kiel næsta sumar. Hann hlakkar til að spila undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og ætlar að nýta eina tímabilið sem hann fær undir hans stjórn sem best. Gísli vonast 7. desember 2017 06:00 Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. Samningur Gísla við FH rennur út í vor og hann gengur þá í raðir Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar. Hjörtur Hjartarson ræddi um mál Gísla við umboðsmanninn Arnar Frey Theodórsson í Akraborginni á dögunum. „Nú þarf ég að geta sett mig í nokkur hlutverk. Sem FH-ingur er ég mjög sár að mitt félag fái ekki fullt af peningum fyrir leikmann sem þeir selja út. Sama á við um Óðinn [Þór Ríkharðsson]. Ég veit ekkert hvort þeir fá pening fyrir hann,“ sagði Arnar. „Þetta kemur niður á einn punkt. Hvað segir samningurinn hans? Þegar menn semja hljóta þeir að vera sammála því sem er í samningnum. Ef þetta er ekkert rætt í samningnum eða í samningaferlinu hljóta menn að vera sáttir með þessa niðurstöðu. Þú getur ekkert kvartað. Þú samdir svona og þannig er það bara.“ FH getur sótt um uppeldisbætur fyrir Gísla til EHF. Arnar hefur ákveðnar skoðanir á þeim. „Þau eru frekar skrítin að mínu mati og kolólögleg. Segjum að Gísli fari næsta sumar og það er ekki búið að semja um þessi uppeldisgjöld við félagið þarf samt að borga FH fyrir samningslausan leikmann. Bosman-málið var um þetta. Samt er handboltinn enn með þessar reglugerðir,“ sagði Arnar en félagið sem kaupir samningsbundinn leikmann þarf einnig að greiða landssambandinu ákveðna upphæð ef hann hefur spilað landsleiki. „Þessi upphæð er sett en það má semja um hana. Hún er 800 evrur fyrir hvert tímabil sem þú spilar landsleik eða ert á skýrslu í opinberum landsleik. Þetta safnast upp frá 16 til 23 ára aldurs. Ef þú skiptir eftir 23 ára eru engin uppeldisgjöld. Fyrir félagslið þarftu að vera með atvinnumannasamning og það kostar 2500 evrur fyrir hvert tímabil,“ sagði Arnar sem er m.a. umboðsmaður Arons Pálmarssonar sem fór einmitt frá FH til Kiel fyrir átta árum. Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Gísli Þorgeir: Óraunverulegt að tala við Alfreð um að spila fyrir Kiel Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar að nýta hvern einasta dag sem hann fær undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. 6. desember 2017 11:00 FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-33 | FH komið með þriggja stiga forskot Afturelding komst ekki nær efstu deildum Olís-deildar karla í kvöld er liðið varð að sætta sig við tap gegn toppliði FH. 11. desember 2017 21:45 Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32 Kiel að fá „hinn nýja Aron Pálmarsson“ Ungstirnið úr Hafnarfirði fer út jafngamall og til sama liðs og Aron Pálmarsson fyrir átta árum. 6. desember 2017 13:30 Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur í raðir þýska stórliðsins Kiel næsta sumar. Hann hlakkar til að spila undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og ætlar að nýta eina tímabilið sem hann fær undir hans stjórn sem best. Gísli vonast 7. desember 2017 06:00 Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58 Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Gísli Þorgeir: Óraunverulegt að tala við Alfreð um að spila fyrir Kiel Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar að nýta hvern einasta dag sem hann fær undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. 6. desember 2017 11:00
FH fær ekki krónu frá Kiel fyrir einn efnilegasta handboltamann Evrópu Gísli Þorgeir Kristjánsson vildi aðeins gera eins árs samning við FH síðasta sumar sem þýðir að FH fær ekki neitt fyrir hann þegar hann fer til þýska stórliðsins Kiel eftir þetta tímabil. 7. desember 2017 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-33 | FH komið með þriggja stiga forskot Afturelding komst ekki nær efstu deildum Olís-deildar karla í kvöld er liðið varð að sætta sig við tap gegn toppliði FH. 11. desember 2017 21:45
Gísli Þorgeir búinn að semja við Kiel Landsliðsmaðurinn ungi fetar í fótspor Arons Pálmarssonar hjá sigursælasta liði Þýskalands. 6. desember 2017 10:32
Kiel að fá „hinn nýja Aron Pálmarsson“ Ungstirnið úr Hafnarfirði fer út jafngamall og til sama liðs og Aron Pálmarsson fyrir átta árum. 6. desember 2017 13:30
Þegar besti þjálfarinn hringdi var þetta engin spurning FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson gengur í raðir þýska stórliðsins Kiel næsta sumar. Hann hlakkar til að spila undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og ætlar að nýta eina tímabilið sem hann fær undir hans stjórn sem best. Gísli vonast 7. desember 2017 06:00
Róbert óvænt í 28 manna hópi Geirs Geir Sveinsson landsliðsþjálfari hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina í hópinn á EM í Króatíu í janúar. 5. desember 2017 14:58