Leikmenn Cleveland Cavaliers settu niður 20 þriggja stiga skot í 123-114 sigri á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt.
LeBron James skoraði 25 stig, tók sjö fráköst og jafnaði persónulegt met með því að gefa 17 stoðsendingar. Kyle Korver setti niður sex þrista í níu tilraunum og endaði með 19 stig.
Kristaps Porzingis átti stórleik þegar New York Knicks bar sigurorð af Los Angeles, 113-109. Knicks hefur gengið vel í Madison Square Garden í vetur og unnið 13 af 18 leikjum sínum þar.
Porzingis skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og varði fimm skot. Kentavious Caldwell-Pope skoraði 24 stig fyrir Lakers.
Philadelphia 76ers gerði góða ferð til Minnesota og vann sex stiga sigur, 112-118, á Úlfunum. Joel Embiid sneri aftur í lið Philadelphia og skoraði 28 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar. JJ Redick skoraði 26 stig. Jimmy Butler var með 38 stig í liði Minnesota.
Úrslitin í nótt:
Cleveland 123-114 Atlanta
NY Knicks 113-109 LA Lakers
Minnesota 112-118 Philadelphia
Detroit 84-103 Denver
Brooklyn 103-98 Washington
Dallas 95-89 San Antonio
Sacramento 99-92 Phoenix
Cleveland með 20 þrista í sigri á Haukunum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn


Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn



Valur tímabundið á toppinn
Handbolti