LeBron James gaf 17 stoðsendingar í leiknum og hefur aldrei gefið fleiri stoðsendingar í einum leik í NBA-deildinni.
James skoraði líka ellefu körfur sjálfur í leiknum og hitti úr 85 prósent skota sinna.
Hann varð með því fyrsti NBA-leikmaðurinn síðan í mars 1996 sem skorar að minnsta kosti tíu körfur í viðbót við það að hitta úr meira en 80 prósent skota sinna og gefa meira en fimmtán stoðsendingar.
Síðastur til að ná þessu á undan LeBron James var Utah Jazz leikstjórnandinn John Stockton.
LeBron James: first player to make at least 10 shots, shoot BETTER than 80% from the field AND record at least 15 assists in a game since John Stockton against the Rockets in March 1996. pic.twitter.com/uJIMop6VnX
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) December 13, 2017
Í nótt var LeBron James með 25 stig, 17 stoðsendingar og 85 prósent skotnýtingu (11 af 13).
LeBron James hefur gefið 9,0 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann var með 8,7 stoðsendingar í leik í fyrra og 6,8 stoðsendingar í leik tímabilið 2015-16. Hann er með 7,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á ferlinum.
LeBron James hefur líka hækkað stigaskor sitt á milli ára en hann hefur skorað 28,2 stig í leik í vetur en var með 26,4 stig í leik á 2016-17 tímabilinu.