Kaleo mest gúgglaðir Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 12:45 Hljómsveitin Kaleo heldur áfram að sigra heiminn. Vísir/stefán Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu sem er að líða. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var hins vegar sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast. Þetta er niðurstaða samantektar H:N Markaðssamskipta. Kaleo var var gúggluð rúmlega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Annað sætið skipar sveitin Of Monsters and Men en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður. Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta.H:N Markaðssamskipti„Gunnar Nelson er ekki að finna á topp tíu listanum en hann hefur verið með mest gúggluðu Íslendingunum síðustu ár. Strákarnir í Sigur Rós eru í fimmta sæti og listamaðurinn Ragnar Kjartansson í því sjötta. Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.H:N MarkaðssamskiptiGylfi er hins vegar sá sem Íslendingar gúggluðu lang oftast og Kaleo næst oftast. Björk og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deila svo þriðja og fjórða sætinu saman og Guðni Th. Jóhannesson og Of Monsters and Men deila fimmta og sjötta sætinu. Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila svo sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta,“ segir í tilkynningunni og er sérstaklega tekið fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Líta beri á listann sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik. Fréttir ársins 2017 Kaleo Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu sem er að líða. Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson var hins vegar sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast. Þetta er niðurstaða samantektar H:N Markaðssamskipta. Kaleo var var gúggluð rúmlega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Annað sætið skipar sveitin Of Monsters and Men en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður. Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta.H:N Markaðssamskipti„Gunnar Nelson er ekki að finna á topp tíu listanum en hann hefur verið með mest gúggluðu Íslendingunum síðustu ár. Strákarnir í Sigur Rós eru í fimmta sæti og listamaðurinn Ragnar Kjartansson í því sjötta. Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.H:N MarkaðssamskiptiGylfi er hins vegar sá sem Íslendingar gúggluðu lang oftast og Kaleo næst oftast. Björk og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deila svo þriðja og fjórða sætinu saman og Guðni Th. Jóhannesson og Of Monsters and Men deila fimmta og sjötta sætinu. Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila svo sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta,“ segir í tilkynningunni og er sérstaklega tekið fram að listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Líta beri á listann sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.
Fréttir ársins 2017 Kaleo Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira