Segja röskun verða á flugi 10 þúsund farþega komi til verkfalls flugvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 15:58 Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýna félag flugvirkja harðlega. Deilan varðar kjör flugvirkja hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætla að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum dag hvern sem aðgerðir flugvirkja standa yfir. Þetta segja samtökin í tilefni af boðaðs ótímabundins verkfalls sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað frá og með næstkomandi sunnudegi 17. desember næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar segja Flugvirkjafélag Íslands hafa boðað til verkfalls á um það bil eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. „Það segir sig sjálft að slíkt vinnumarkaðslíkan gengur ekki upp og er fullreynt. Tryggja verður stöðugt rekstrarumhverfi greinarinnar til framtíðar. Það er umhugsunarefni hvernig fámennir hópar í kjarabaráttu geta ítrekað komið ferðaþjónustunni í uppnám. Jól og áramót eru handan við hornið, en Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir hátíðirnar hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Ferðaþjónustan er afar viðkvæm atvinnugrein, sérstaklega á landsbyggðinni, og má við litlum áföllum ásamt því að afleiddar atvinnugreinar eiga mikið undir að flugsamgöngur til og frá landinu séu greiðar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni. Hún segir verkfallshótun flugvirkja hafa þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist ásamt því að ferðaheildsalar séu uggandi. „Umræðan ein og sér hefur þannig þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá Stjórn samtakanna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætlar á sama tíma að beinar, nettó, tekjur ríkis og sveitarfélaga af greininni hafi numið um 54 milljörðum króna. „Þá eru óbein áhrif greinarinnar mikil og því mun stöðvun flugs þess félags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðshlutdeild, hafa mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Á hverjum degi sem verkfall stendur yfir er fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið því gífurlegt,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Eru samningsaðilar hvattir til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flugvirkja næstkomandi sunnudag. Fréttir af flugi Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætla að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum dag hvern sem aðgerðir flugvirkja standa yfir. Þetta segja samtökin í tilefni af boðaðs ótímabundins verkfalls sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað frá og með næstkomandi sunnudegi 17. desember næstkomandi náist ekki samningar við Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar segja Flugvirkjafélag Íslands hafa boðað til verkfalls á um það bil eins og hálfs árs fresti frá árinu 2009 með tilheyrandi óvissu og höggi fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. „Það segir sig sjálft að slíkt vinnumarkaðslíkan gengur ekki upp og er fullreynt. Tryggja verður stöðugt rekstrarumhverfi greinarinnar til framtíðar. Það er umhugsunarefni hvernig fámennir hópar í kjarabaráttu geta ítrekað komið ferðaþjónustunni í uppnám. Jól og áramót eru handan við hornið, en Ísland sem áfangastaður fyrir ferðamenn yfir hátíðirnar hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Ferðaþjónustan er afar viðkvæm atvinnugrein, sérstaklega á landsbyggðinni, og má við litlum áföllum ásamt því að afleiddar atvinnugreinar eiga mikið undir að flugsamgöngur til og frá landinu séu greiðar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni. Hún segir verkfallshótun flugvirkja hafa þegar valdið miklum óróa meðal fjölmargra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hafa afbókanir þegar borist ásamt því að ferðaheildsalar séu uggandi. „Umræðan ein og sér hefur þannig þegar haft áhrif. Tryggar samgöngur til og frá landinu er eitthvað sem verður að vera hægt að treysta á. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsatvinnugrein landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 39% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, eða 463 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu frá Stjórn samtakanna. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar áætlar á sama tíma að beinar, nettó, tekjur ríkis og sveitarfélaga af greininni hafi numið um 54 milljörðum króna. „Þá eru óbein áhrif greinarinnar mikil og því mun stöðvun flugs þess félags sem flýgur með 10 þúsund ferðamenn á dag, og hefur mesta markaðshlutdeild, hafa mikil neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni. Á hverjum degi sem verkfall stendur yfir er fjárhagslegt tjón fyrir þjóðarbúið því gífurlegt,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Eru samningsaðilar hvattir til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar treysta því að samningar náist sem allra fyrst þannig að ekki komi til aðgerða af hálfu flugvirkja næstkomandi sunnudag.
Fréttir af flugi Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira