Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson voru í dag valinn íþróttakona og íþróttamaður Reykjavíkur.
Ólafía var að klára sitt fyrsta tímabil á LPGA-mótaröðinni sem er sterkasta mótaröð heims. Þar náðu hún afar eftirtektarverðum árangri og hefur þegar tryggt sér fullan þátttökurétt á næsta tímabili.
Jón Arnór var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM á árinu og einnig var hann prímusmótorinn í hinu magnaða liði KR sem vann tvöfalt á árinu.
