Vill opna á samskipti til að forðast átök Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2017 20:13 Ja Song-nam, sendiherra Norður-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, var á fundi öryggisráðsins í dag. Vísir/Getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“ Norður-Kórea Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að opnað verði aftur á samskipti við Norður-Kóreu til að forðast átök á svæðinu. Þetta sagði Guterres á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og hann taldi mikilvægt að styrkja samskipti á milli Suður- og Norður-Kóreu. Annars væru líkur á því að stríð gæti fyrir slysni hafist aftur á Kóreuskaganum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að yfirvöld Norður-Kóreu verði að vinna fyrir því að opnað verði á samskipti við þá. Þeir verði að hætta hótunum sínum og ógnandi aðgerðum áður en nokkurs konar viðræður geti hafist. Í ræðu sinni í dag sagði Guterres að opna þyrfti samskiptaleiðir á milli herja Suður- og Norður-Kóreu og það væri nauðsynlegt. „Þrátt fyrir að allir reyni að forðast átök fyrir slysni fer ástandið versnandi vegna aukins sjálfstrausts, áróðurs og skorts á samskiptaleiðum,“ sagði Guterres samkvæmt frétt Reuters.Öllum leiðum beitt til að tryggja öryggiRex Tillerson hafði flutt ræðu á undan Guterres og sagði hann ekkert um ummæli sín fyrr í vikunni varðandi það að Bandaríkin væru tilbúin til viðræðna við Norður-Kóreu, án skilyrða. Þess í stað sagði hann að viðræður gætu ekki hafist án þess að yfirvöld Norður-Kóreu létu af ógnunum sínum. „Norður-Kórea þarf að vinna sér inn sæti að borðinu,“ sagði Tillerson.Samkvæmt frétt CNN sagði hann að í millitíðinni yrði venjulegum samskiptaleiðum Bandaríkjanna haldið opnum. Þar að auki sagði Tillerson að Bandaríkin sæktust ekki eftir stríði við Norður-Kóreu. Hins vegar yrði öllum leiðum beitt til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem borið geta slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.Komu Kim Jong Un til varnar Vasily Nebenzya, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði þó ljóst að Norður-Kórea myndi ekki láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni á sama tíma og þeim þætti eigið öryggi vera ógnað. Vísaði hann þar til sameiginlegra heræfinga Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Nebenzya nefndi umræddar æfingar og þá ákvörðun yfirvalda Bandaríkjanna að setja Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkahópa. „Öll þessi skref fá okkur til að velta vöngum yfir einlægni yfirlýsinga um friðsamlegar lausnir á ástandinu á Kóreuskaganum,“ sagði Nebenzya. Sendiherra Kína sló á svipaða strengi og sagði að spennan á svæðinu væri ekki vegna eins ríkis og það væri ósanngjarnt að kenna Norður-Kóreumönnum einum um. Hann kallaði efir því að Bandaríkin hættu heræfingum sínum á svæðinu. Tillerson hafnaði því að Bandaríkjunum væri um að kenna. „Það er einungis einn aðili sem hefur framkvæmt ólöglegar sprengingar ólöglegra vopna. Það er bara einn aðili sem hefur skotið langdrægum eldflaugum á loft. Það er ríkisstjórn Kim-ættarinnar í Norður-Kóreu. Þeir bera ábyrgð á spennunni. Þeir þurfa að taka ábyrgð á þeirri spennu og þeir geta dregið úr þessari spennu.“
Norður-Kórea Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira