Íbúar hvetja bæinn í vegadeilu Garðbæinga og Hafnfirðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Vegurinn umdeildi hefur tryggt Hafnfirðingum við Heiðvang styttri leið í gegn um Garðabæ. Vísir/eyþór Íbúar í Prýðishverfi í Garðabæ hvetja bæjaryfirvöld til dáða í deilum við nágranna sína Hafnarfjarðarmegin við gamla Álftanesveginn sem kært hafa ákvörðun um lokun vegarins. Hjón sem búa við Heiðvang í Hafnarfirði kærðu Garðabæ vegna áformanna um að loka vegtengingu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 20. nóvember telja hjónin breytinguna verulega íþyngjandi fyrir íbúa hverfis síns. „Þetta veldur því að umferð um hverfi kæranda verður þyngri og erfiðari þar sem lokað er á mikilvæga tengingu milli samfélaga,“ segir í kæru hjónanna.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, á að annast deilumál um lokun Hafnarfjarðartengingar gamla Álftanesvegarins.vísir/anton brinkBæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðja málstað hjónanna við Heiðvang en bæjaryfirvöldum í Garðabæ hefur hins vegar borist áskorun með undirskriftum 56 Garðbæinga sem búa í Prýðishverfi. „Viljum við undirritaðir fasteignaeigendur og íbúar við gamla Álftanesveginn skora á bæjarstjórn að hvika hvergi frá samþykktum um lokun vegarins,“ segir í bréfi Prýðishverfinga. Segja þeir að styr hafi staðið um veginn út á Álftanes um árabil en ágreiningslaust hafi verið að vegurinn væri stórhættulegur þar sem hann var. „Hinn gamli Álftanesvegur stendur enn óbreyttur og er enn þá stórhættulegur vegna mikillar umferðar og hraðaksturs. Er þar fyrst og fremst um að kenna mikilli umferð um veginn til Hafnarfjarðar. Af þessu skapast stórhætta, ekki aðeins fyrir börn að leik í hverfinu heldur einnig fyrir gangandi vegfarendur og aðra umferð, en sjö íbúagötur tengjast veginum,“ segir í áskorunarbréfinu. Taka íbúarnir 56 fram að þeir hafi reist eða keypt hús á þeirri forsendu að gildandi skipulag og deiliskipulagstillögur stæðust, þar með talið að gamli Álftanesvegurinn yrði lokaður til vesturs. „Um leið og við skorum á bæjaryfirvöld að fylgja eftir skuldbindingum Garðabæjar og gildandi skipulagi viljum við krefjast þess að veginum verði lokað hið fyrsta,“ segir í áskorun Garðbæinga. Bæjarráð fól Gunnari Einarssyni bæjarstjóra meðferð hvatningarbréfsins en kæra hjónanna í Heiðvangi er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Íbúar í Prýðishverfi í Garðabæ hvetja bæjaryfirvöld til dáða í deilum við nágranna sína Hafnarfjarðarmegin við gamla Álftanesveginn sem kært hafa ákvörðun um lokun vegarins. Hjón sem búa við Heiðvang í Hafnarfirði kærðu Garðabæ vegna áformanna um að loka vegtengingu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 20. nóvember telja hjónin breytinguna verulega íþyngjandi fyrir íbúa hverfis síns. „Þetta veldur því að umferð um hverfi kæranda verður þyngri og erfiðari þar sem lokað er á mikilvæga tengingu milli samfélaga,“ segir í kæru hjónanna.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, á að annast deilumál um lokun Hafnarfjarðartengingar gamla Álftanesvegarins.vísir/anton brinkBæjaryfirvöld í Hafnarfirði styðja málstað hjónanna við Heiðvang en bæjaryfirvöldum í Garðabæ hefur hins vegar borist áskorun með undirskriftum 56 Garðbæinga sem búa í Prýðishverfi. „Viljum við undirritaðir fasteignaeigendur og íbúar við gamla Álftanesveginn skora á bæjarstjórn að hvika hvergi frá samþykktum um lokun vegarins,“ segir í bréfi Prýðishverfinga. Segja þeir að styr hafi staðið um veginn út á Álftanes um árabil en ágreiningslaust hafi verið að vegurinn væri stórhættulegur þar sem hann var. „Hinn gamli Álftanesvegur stendur enn óbreyttur og er enn þá stórhættulegur vegna mikillar umferðar og hraðaksturs. Er þar fyrst og fremst um að kenna mikilli umferð um veginn til Hafnarfjarðar. Af þessu skapast stórhætta, ekki aðeins fyrir börn að leik í hverfinu heldur einnig fyrir gangandi vegfarendur og aðra umferð, en sjö íbúagötur tengjast veginum,“ segir í áskorunarbréfinu. Taka íbúarnir 56 fram að þeir hafi reist eða keypt hús á þeirri forsendu að gildandi skipulag og deiliskipulagstillögur stæðust, þar með talið að gamli Álftanesvegurinn yrði lokaður til vesturs. „Um leið og við skorum á bæjaryfirvöld að fylgja eftir skuldbindingum Garðabæjar og gildandi skipulagi viljum við krefjast þess að veginum verði lokað hið fyrsta,“ segir í áskorun Garðbæinga. Bæjarráð fól Gunnari Einarssyni bæjarstjóra meðferð hvatningarbréfsins en kæra hjónanna í Heiðvangi er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira