Meðal þeirra liða sem voru í eldlínunni voru San Antonio Spurs, Boston Celtics og Miami Heat.
Miami Heat fóru í heimsókn til Charlotte Hornets en sá leikur var heldur jafn frá upphafi til enda en staðan eftir 1.leikhluta var 24-19 fyrir Miami Heat og staðan í leikhlé var 53-47.
James Johnson var stigahæstur í liði Miami Heat en skoraði 11 stig og tók 5 fráköst en hann leiddi gestina að lokum til sigurs 104-98.
Boston Celtics tóku á móti Utah Jazz en þeir Celtics en eftir að hafa spilað mjög vel framan af tímbilinu þá hafa þeir tapað síðustu tveimur leikjum sínum. Það heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og var staðann eftir 1.leikhluta 26-21 fyrir Celtics. Eftir það tóku gestirnir völdin á vellinum og fóru inn í leiklé með forystuna 46-39.
Gestirnir héldu þessari forystu út allan leikinn en það var Ricky Rubio sem fór fyrir liði sínu og skoraði 22 stig og tók 7 fráköst og spilamennska hans og Utah í heild sinni tryggði þeim frábæran sigur á Boston Celtics 107-95. Stigahæstur í liði Boston var Kyrie Irving með 33 stig.
Joffrey Lauvergne var stigahæstur fyrir lið San Antonio Spurs er liði beið ósigur fyrir Houston Rockets en Chris Paul skoraði 28 stig fyrir þá og var stigahæstur í leiknum.
Úrslit næturinnar
Hornets 98-104 Miami Heat
Pacers 98-104 Pistons
Magic 88-95 Trail Blazers
76ers 117-119 Thunder
Wisards 100-91 Clippers
Boston Celtics 95-107 Utah Jazz
Raptors 120-87 Nets
Grizzlies 96-94 Hawks
Bucks 109-115 Bulls
Nuggets 117-111 Pelicans
Rockets 124-109 Spurs
Brot úr leik Boston Celtics og Utah Jazz má sjá hér að neðan.